Lýsing
Falleg hæð á útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs. Stór stofa, opið eldhús, 3 svefnherb, 2 baðherb, þvottahús/geymsla, bílskúr með möguleika á studio íbúð. Hægt að skipta íbúð upp í 2 íbúðir.
Falleg hæð í tvíbýli á skjólsælum útsýnisstað í suðurhlíðum Kópavogs. Húsið er staðsteypt á 2 hæðum. Birt stærð 172,7 fermetrar, þar af bílskúr 27 fermetrar.
Efri hæð skiptist í forstofu, opið eldhús, stóra stofu, stórt svefnherbergi, og rúmgóða gestasnyrtingu. Útgengt úr stofu og svefnherbergi á stórar L-laga suðursvalir. Steyptur stigi niður á neðri hæð. Neðri hæð skiptist í 2 rúmgóð svefnherbergi, annað þeirra með útgengi á skjólgóðan sólpall sem snýr í suður. Baðherbergi og þvottaherbergi/geymsla.
Bílskúrinn er sambyggður húsinu, en ekki innangengt. Á honum er inngönguhurð, stór suður gluggi með útsýni yfir Kópavog og út á sjó, rafmagn, heitt/kalt vatn og niðurfall. Því væri einfallt að breyta honum í studio íbúð. Verið er að heilmála húsið að utan, þ.e. þak, tréverk og stein, og verður þeirri vinnu lokið fyrir afhendingu.
Stór garður sem snýr í suður.
Fasteignin er einbýlishús með aukaíbúð á hluta neðri hæðar, með sér fasteignanúmer, sem fylgir ekki þessari sölu. Sú íbúð er nýlega uppgerð, birt stærð 60,5fm, með góðar leigutekjur, og fæst keypt - þ.a. kaupandi geti notað fasteignina sem einbýli.
Fjármögnun: IMIROX lán til lögaðila í boði á þessa eign. Frekari upplýsingar um fasteignalán IMIROX á www.imirox.is.
Vinsamlegast sendið fyrirspurnir varðandi eignina á info@imirox.com eða hringið í síma 777-2500.
Finndu frekari upplýsingar um eignina á www.e-fasteignir.is
- Söluyfirlit
- Senda fyrirspurn
- Tilboðsgerð
Vegna auglýsingar á vefsvæðinu fasteignir.is:
Eigendur auglýsa eign sína sjálfir án milligöngu og finna til kaupendur. Eigendur tryggja að löggiltur fasteignasali (eða aðili með löggildingu til að annast milligöngu um sölu fasteigna og skipa) annist milligöngu þegar kemur að kauptilboði og / eða kaupsamningsgerð vegna auglýsingar á vefsvæði Vísis (fasteignir.is). Þessi aðili mun þá sjá um skjalagerð, þ.m.t. söluyfirlit, kauptilboð, kaupsamning, veðleyfi og afsal, eftir því sem við á hverju sinni, og sjá um að annast viðskiptin í samræmi við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Þannig er tryggt að varnir gegn peningaþvætti séu virtar og að réttarstaða kaupanda og seljanda er glögg.
Eigendur geta nýtt sér umrædda þjónustu hjá samstarfsaðila e-fasteigna, PRIMA fasteignasölu, en það er ekki skilyrði fyrir notkun kerfisins og stendur aðilum aðeins til boða ef hún hentar öllum hlutaðeigandi.
Verðskrá þjónustunnar er aðgengileg á vef e-fasteigna.