Lýsing
Minna-Mosfell 2 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 208-2196, birt stærð 744.2 fm. Nýtanlegir um 636,6fm.
Minna Mosfell 2 er staðsett á einum besta stað í Mosfellsdalnum, í fjallshlíð Mosfells og er útsýnið yfir dalinn ómetanlegt. Eignin er staðsett á gullna hringnum og þar hefur gistiheimilið "Minna Mosfell Guesthouse" verið rekið farsællega síðan árið 2013. Það fylgja eigninni 6,3 hektarar af eignarlandi sem liggja frá ánni Köldukvísl og upp í hlíðar Mosfells, um 4 hektarar eru tún sem hafa verið nýtt ýmist sem ræktað land og sem beit fyrir hesta og kindur.
Eigninni fylgir nokkur húsakostur.
Íbúðarhús:
Íbúðarhúsið var byggt 1958 og er á tveimur hæðum, með köldu risi. Sérinngangar eru á hvorri hæð og opið milli hæða til að þjónusta gistiheimilið sem er á efri hæðinni.
Á neðri hæðinni er íbúð (115,2fm), með tveimur svefnherbergjum, baðherbergi, stofu, þvottahúsi, stóru eldhúsi og borðstofu ásamt, 28fm sólskála og 10fm kaldri geymslu.
Efri hæðin (85,6fm) er nýtt undir gistiheimilið Minna Mosfell Guesthouse, yfirbyggðar svalir (13fm) eru við aðalinngang norðan megin og stór þakkvistur með suðursvölum. Efri hæðin samanstendur af þremur svefnherbergjum, baðherbergi, stóru alrými með eldhúskrók. Rekstur gistiheimilis er ekki partur af þessari sölu. Fyrirhugi nýir eigendur að nýta eignina sem gistiheimili þurfa þeir að afla sér tilskilinna leyfa og réttinda til þess óviðkomndi þessari sölu. Til upplýsinga er hér hlekkur á gistiheimilið: https://www.airbnb.com/l/c4qaw37s
Eignin þarfnast viðhalds og endurbóta.
Önnur hús á eigninni:
Alifuglahús (fjósið), upphaflega byggt sem fjós 1930 (128,7 fm) sem verið er að breyta í íbúð með þremur svefnherbergjum, baðherbergi, alrými með eldhúsi, stór forstofa og vinnustofa. Innangengt er frá íbúðinni í hlöðuna. Nýjar affallslagnir hafa verið lagðar og gólfhiti er í íbúðinni. Alrými og svefnherbergi eru parketlögð, hvíttaður panill er á útveggjum.
Framkvæmdum á innanhúss frágangi er ekki að fullu lokið, ásamt endurbótum á þaki. Panill til að klára að klæða útveggi að innanverðu og megnið af raflagnaefni er til og getur fylgt með í kaupunum.
Hlaðan var byggð árið 1937 og er á tveimur hæðum með köldu risi. Efri hæðin (140,2fm) hefur verið nýtt sem geymsla og bílskúr. Neðri hæðin er skráð sem geymsla (106,7+33,5 fm), Stærsta hluta hennar hefur verið breytt í hesthús og geymslu. Rafmagns-og vatnsinntakið er í sér geymslurými.
Eignin þarfnast viðhalds og endurbóta.
Búið er að endurmóta landslagið fyrir utan hesthúsið, moka burtu jarðvegi og hlaða steinvegg til að koma fyrir tamningagerði og er sú framkvæmd vel á veg komin.
Súrheysturninn (16,7fm) var byggður 1937, hann hefur verið hreinsaður að innan en ekki verið nýttur að svo stöddu
Annað: Af birtri stærð eignar 744,2 fm eru 329,5 fm íbúðir og 107,6 fm eru á endurbyggingarétti, bogaskemma 78,9 fm og fjárhús 28,7 fm og það sem eftirstendur eru 307,1 fm útihús. Núverandi eigendur hafa gróðursett fjölda trjáa í skjólbelti austan og norðan megin. Auk þessa hefur Mosfellsbær samþykkt að hluti lands og lóðir við Minna Mosfell verði breytt úr óbyggðu svæði í íbúðarbyggð fyrir stök hús. Landið var hnitsett 6. febrúar 2019. Tvær matsgerðir (des. 2020 og maí 2022) liggja fyrir í málinu um ástand húsanna á jörðinni.
Miðbær Reykjavíkur er í um 20 mínútna akstursfjarlægð. Í göngufæri eru golfvöllurinn að Bakkakoti og hestaleigan Laxnesi. Aðeins er um hálftíma akstur til Þingvalla.
https://mos.is/stjornsysla/baejarstjorn-rad-og-nefndir/mal/201806335#ug7io4mtweaeisvyyp699w1
Nánari upplýsingar veitir Halldór Frímannsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6605312, tölvupóstur halldor@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.