Lýsing
Bókið skoðun hjá Finnboga Hilmarssyni fasteignasala, sem einnig veitir allar upplýsingar, finnbogi@heimili.is
Komið er inn um sérinngang í anddyri með flísum og fataskáp. Svefnherbergisgangur með parketi. Rúmgott hjónaherbergi með parketi og fataskápum. Barnaherbergi með parketi og fataskáp. Barnaherbergi með parketi. Stór og bjart parketlagt opið rými sem er stofa, borðstofa og eldhús. Í eldhúsi er nýleg glæsileg, stór og vel hönnuð innrétting með fallegri eyju. Innbyggður ísskápur og frystiskápur, innbyggð uppþvottavél, tækjaskápur ásamt vínkæli. Stofan er sérlega björt með fallegum glugga til vesturs með fallegu útsýni til sjávar, stórar svalir í vestur eru útfrá stofunni. Baðherbergi sem hefur verið endurnýjað, flísar á gólfi og veggjum, innrétting, baðkar með sturtu. Þvottahús sem er nýlega endurnýjað, flísar á gólfi og innrétting. Innaf anddyri er geymsla með parketi á gólfi, gluggi og hillur. Geymslan er einnig nýtt sem skrifstofa. Í sameign er sameiginleg hjólageymsla. Næg bílastæði eru við húsið.
Eignin hefur verið töluvert endurnýjuð og uppfærð sl. ár.
2021 - Baðherbergi; flísar og innréttingar endurnýjað.
2021 - Forstofa; setta nýjar flísar ásamt forstofuskáp.
2022 - Stofa og svefnherbergi; Sett nýtt harðparket og listar endurnýjaðir.
2022 - Eldhús: Algjörlega endurnýjað frá a-ö ásamt nýjum tækjum.
2024 - Þvottahús; endurnýjað og settar nýjar innréttingar
2025 - Baðherbergi; nýtt salerni og sturtugler
Íbúðin er sérlega vel staðsett nálægt grunnþjónustu, s.s skóla, leikskóla, Álftaneslaug, almenningssamgöngum, íþrótta- og útivistarsvæði og má segja að hverfið sé sveit í borg. Íbúðin er staðsett í rólegu og grónu hverfi, rétt hjá fallegri fjörunni og strandlengjunni. Umhverfið er friðsælt og býður upp á einstaka náttúrufegurð, sem gerir þetta að draumastað fyrir þá sem kunna að meta útivist og náttúrutengd lífsgæði.
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.