Lýsing
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 193,9 fm.
Nánari upplýsingar hjá Sólveigu í síma 869-4879 eða á solveig@trausti.is
Nánar um eignina:
Anddyri með góðum skáp. Flísar á gólfi.
Rúmgott eldhús með miklu skápaplássi. Svört innrétting með granít borðplötu. Flísar milli efri og neðri skápa. Spanhelluborð með 6 hellum. Vifta klædd með kopargleri frá Glerborg. Ofn í vinnuhæð ásamt örbylgjuofni. Gott rými fyrir borðkrók við enda eldhúss. Útgengt er á svalir og þaðan út á sólpall úr eldhúsi. Parket á gólfi.
Stór og rúmgóð stofa og borðstofa sem mynda eitt alrými. Hátt er til lofts með stórum gluggum sem hleypa mikilli birtu inn. Arinn sem aðgreinir stofu frá borðstofu. Útgengt á svalir úr stofu. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi með góðum skáp. Parket á gólfi.
Fataherbergi með parketi á gólfi.
Barnaherbergi 1, parketlagt.
Barnaherbergi 2, parketlagt.
Rúmgott sjónvarpshol með parketi á gólfi.
Stórt baðherbergi með glugga. Snyrtileg innrétting með handlaug. Stór og góður spegill með innfelldri lýsingu. Stór fataskápur sem nær nánast til lofts. Upphengt salerni. Walk in sturta og frístandandi baðkar. Handklæðaofn. Flísar í hólf og gólf. Parketflísar inn í sturtu og fyrir aftan baðkar. Útgengt er á svalir úr baðherbergi og þaðan niður á sólpall.
Geymsluloft er yfir hjónaherbergi og baðherbergi.
Sérþvottahús innan eignar með skolvask.
Bílskúr með epoxy húðuðu gólfi. Rafmagn. Heitt og kalt vatn. Nýjar lagnir í skúr.
Stór sólpallur með heitum og köldum pott sem eru fjarstýrðir með snjallforriti. Á pallinum er einnig snjallýsing og tenglar.
Hiti er í öllum gólfum eignar nema barnaherbergjum.
Hvíttaður panill í loftum alrýmis og eldhúss.
Öll ljós eignar með dimmerum.
Viðhald sem núverandi eigendur hafa farið í undanfarin 7 ár:
Á síðustu árum hafa verið gerðar umfangsmiklar og vandaðar endurbætur bæði utan- og innanhúss.
Utanhúss:
-Húsið hefur verið klætt að hluta, þ.e. á tveimur hliðum, með nútímalegu og viðhaldslitlu efni.
-Þakkantur og rennur voru endurnýjaðar að hluta til.
-Skipt var um glugga á einni hlið hússins.
-Glugga á suðurhlið var breytt í svalahurð sem leiðir út á rúmgóðan sólpall.
-Nýr u.þ.b. 100 fm sólpallur hefur verið byggður með heitum potti og köldum potti, báðir fjarstýrðir í gegnum snjallforrit. Á pallinum er einnig snjalllýsing og tenglar.
Innanhúss:
-Rafmagn hefur verið endurnýjað að fullu, með nýjum tenglum og rofum um allt hús.
-Settur var gólfhiti í allt hús og nýtt gólfefni lagt.
-Allar innihurðir voru endurnýjaðar.
-Eldhús var endurnýjað með vönduðum innréttingum, granítborðplötum og tækjum í hágæðaflokki.
-Baðherbergi var tekið í gegn. Flísalagt í hólf og gólf, með nýjum lögnum, innbyggðum blöndunartækjum, frístandandi baðkari, innfelldri lýsingu í niður teknu lofti og vönduðum innréttingum.
-Nýtt fataherbergi hefur verið útbúið.
Bílskúr:
Gólf í bílskúr hefur verið húðað með epoxy.
Um er að ræða glæsilega og bjarta sérhæð í þessu rólega og fallega hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, verslanir og aðra nauðsynlega þjónustu. Húsið stendur í botnlanga götu með mörgum sameiginlegum bílastæðum.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sólveig Regína BIard, löggiltur fasteignasali, í síma 869-4879 eða á netfanginu solveig@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.