Lýsing
Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Sjarmerandi og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 1. hæð í fallegu bárujárnshúsi á vinsælum stað við Einarsnes 78 í Skerjafirði, miðsvæðis í Reykjavík. Eignin er skráð 65,8 m2 og skiptist í stofu, hol, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er ca. 2 m2 sérgeymsla og sameiginlegt þvottahús. Bílastæði merkt eigninni er framan við hús. Stór og fallegur garður sem snýr í suður og austur með sameiginlegum palli og þvottasnúrum. Frábær staðsetning í miðbæ Reykjavíkur. Stutt í alla helstu þjónustu, skóla og háskóla, vinsælar gönguleiðir og ýmsar útivistarperlur. Stutt í almenningssamgöngur.
Helstu framkvæmdir samkvæmt seljanda: Nýir gluggar 2022-2023. Ný hurð á geymslu 2022. Stofa og baðherbergi máluð 2024. Nýtt dren og skólp endurnýjað 2020. Þvottahús endurnýjað og pallur settur við það 2021. Múrviðgerð á sökkli hússins og hann málaður 2022. Girðing í kringum garðinn máluð 2022. Nýtt sorptunnuskýli 2022. Skipt um járn og pappa á þaki 2024.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax
Nánari lýsing:
Sameiginlegan inngangur með þremur öðrum íbúðum á 1. og 2. hæð. Stigi er upp á efri hæðina og lítil lokuð forstofa fyrir íbúðirnar tvær á 1. hæð.
Hol er opið við eldhús með flísum og gólffjölum á gólfi.
Eldhús er opið og rúmgott með gólffjölum á gólfi, bakarofni, helluborði og viftu. Gert er ráð fyrir uppþvottavél í innréttingu. Útsýni til norðurs.
Stofa er inn af holi/eldhúsi með gólffjölum á gólfi.
Svefnherbergi 1 (hjónaherbergi) er inn af stofu, rúmgott, með gólffjölum á gólfi, góðum fataskápum og glugga í suður.
Svefnherbergi 2 er inn af eldhúsi með gólffjölum á gólfi og glugga í norður.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, handlaug, salerni og baðkari. Gluggi er á baðherbergi.
Sérgeymsla er í kjallara, ekki inni skráðri í fermetratölu.
Sameiginlegt þvottahús er í kjallara með sér rafmagnstengli fyrir íbúðina.
Forsögu hússins má finna á vefnum Með hús í farangrinum - upplýsingar um hús á Íslandi sem hafa verið flutt.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er 55.200.000 kr.
Verð kr. 57.900.000,-
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala Mosfellsbæjar skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar - er skv. gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.