Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hannes Steindórsson
Bogi Molby Pétursson
Guðrún Antonsdóttir
Heimir Hallgrímsson
Hrafnkell P. H. Pálmason
Viðar Marinósson
Elías Haraldsson
Kristján Þórir Hauksson
Albert Bjarni Úlfarsson
Ragnar Þorsteinsson
Þórey Ólafsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1972
svg
200,2 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur

Lýsing

LIND fasteignasala og Helga Pálsdóttir löggiltur fasteignasali kynnir glæsilegt 200,2 m2  endaraðhús á pöllum ásamt bílskúr við Tungubakka 2, 109 Reykjavík. Einnig er um 20 m2 óskráð rými undir bílskúr sem ekki er inni í m2 tölu eignarinnar.  Baklóð með heitum potti og annari verönd fyrir framan hús. Samkvæmt FMR er íbúðarrýmið 180,2 m2 auk 20 m2 bílskúrs.  Eignin skiptist í bílskúr, forstofu, gestasnyrtingu, stofu/borðstofu, eldhús, 4 svefnherbergi, snyrtingu, fjölskylduherbergi, stórt þvottahús með sturtu, rúmgóð geymsla og rými inn af henni sem er óklárað.  Fasteignamat 2026 verður 108.150.000 kr.

Helstu endurbætur 
* 2015 Eldhúsið endurnýjað frá A-Ö
* 2015 gólfefni endurnýjað í eldhúsi og holi
* 2015 húsið múrað að utan og málað,
* 2015 stúkað af herbergi í hluta af stofu.
* 2016 Skipt um neðra þakið
* 2017 Gaflar klæddir
* 2017 skipt um ofna í stofu
* 2018 skipt um útidyrahurð
* 2019 fataskápur í hjónaherbergi endurnýjaðir
* 2020 Rafmagnstafla endurnýjuð með 3 fasa rafmagni
* 2020 nýtt skólp og neysluvatn,
* 2020 hiti í gólfi á sjónvarpsherbergi og baðherbergi
* 2020 baðherbergi gert upp frá A-Ö
* 2020 skipt um allar hurðir á tveimur neðstu hæðunum,
* 2020 nýtt gólfefni á svefnherbegisálmu.
* 2020 nýtt gólfefi á neðstu hæðinni .
* 2020 þvottahús endurnýjað frá A-Ö
* 2021 gengið frá lóð, nýr pallur og pottur
* 2022 Skipt um glugga í stofu með þreföldu gleri, nýjar gluggakistur og settur þakpappi á svalargólf
* 2025 Skipt um efra þakið.



Nánari lýsing-inngangs hæð
Forstofan er flísalögð með góðum hirslum fyrir yfirhafnir.
Holið er rúmgott með flísalögðu gólfi og fataskáp.
Gestasnyrting með flísalögðu gólfi og veggjum að hluta til, vaskur með spegli fyrir ofan.
Eldhúsið er með fallegri innréttingu með miklu skápaplássi og Corian borðplötu frá Orgus, ofn í vinnuhæð , innbyggð uppþvottavél og ísskápur, span helluborð með viftuháf yfir,  hvítur Corian vaskur og blöndunartæki

Efsti pallur
Stofa/borðstofa parketlögð með útgengi út  á stórar svalir með plastflísum á gólfi.
Herbergi er innaf borðstofu með parketi á gólfi.

Mið-pallur
Gangur með parketi á gólfi og útgengi út á glæsilega aflokaða timburverönd með heitum potti og skjólveggjum.
Hjónahebergi með parketi á gólfi og fataskáp á heilum vegg.
Barnaherbergi með parketi á gólfi og fataskáp
Barnaherbergi með parketi á gólfi
Snyrtingin er mjög rúmgóð með flísalögðu gólfi og fallegri stórri innréttingu með tveimur vöskum og Corian borðplötu frá Orgus, upphengt salerni.

Neðsti pallur
Sjónvarpsherbergi með parketi á gólfi.
Þvottahúsið er mjög rúmgott með vinil dúk á gólfi og góðum og miklum innréttingum þar sem gert er ráð fyrir þvottvél og þurrkara í vinnuhæð, Corian borðplata frá Orgus.  Walk-in sturta. Opnanlegur gluggi.
Bílskúr 20 m2 að stærð,  kalt vatn , hiti.
Undir bílskúr er um 20 m2 óskráð rými sem er geymsla með hillum, innafn þvi er ótilbúið rými sem getur nýst td sem gufubað, gert er ráð fyrir sturtu.

Örstutt er í leikskóla og grunnskóla. Verslunarmiðstöðin í Mjódd og miðstöð fyrir strætó  eru í þægilegu göngufæri. Stutt í ýmis konar verslanir og þjónustu í Smáralind og Lindum. Elliðaárdalurinn er í góðu göngufæri.  Allar nánari upplýsingar veita Helga Pálsdóttir fasteignasli í síma 822 2123 eða helga@fastlind

Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
14. okt. 2014
36.150.000 kr.
37.000.000 kr.
200.2 m²
184.815 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Lind fasteignasala ehf.

Lind fasteignasala ehf.

Bæjarlind 4, 201 Kópavogur
phone