Opið hús að Rauðagerði 6 (íbúð á jarðhæð), 108 Reykjavík fimmtudaginn 17. júlí 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:00.
Lýsing
Falleg og vel skipulögð 3ja herbergja 86,7 fm íbúð á jarðhæð með sérinngangi í góðu steinsteyptu fjórbýli á góðum stað við Rauðagerði í Reykjavík. Fallegur og stór garður með góðum veröndum (viðar og hellulögðum) sem snúa til suðvesturs og skjólgirðingu sem umlykur stóran hluta garðsins og veitir mikið skjól.
Eignin er skráð 86,7 fm skv HMS og er geymsla þar af 4,2 fm.
Nánari lýsing eignar:
Forstofa með fatahengi,flísar á gólfi.
Stofa/borðstofa er björt og rúmgóð með parket á gólfi. Gengið er upp fjögur þrep í stofu og svefnherbergi.
Eldhús með hvítri innréttingu, flísar á milli efri og neðri skápa, tengi fyrir uppþvottavél og borðkrókur. Flísar á gólfi.
Tvö svefnherbergi með parket á gólfi.
Baðherbergi var endurnýjað mestu árið 2018 með góðri innréttingu, sturtuklefi og handklæðaofn. Flísalagt í hólf og gólf.
Sérgeymsla íbúðar er á jarðhæð til móts við inngang undir útitröppum.
Sér þvottahús er við hlið geymslu.
Sameiginleg bílastæði fyrir framan húsið.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat