Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórir Helgi Sigvaldason
Katla Hanna Steed
Jórunn Skúladóttir
Þórunn Pálsdóttir
Vista
svg

1036

svg

834  Skoðendur

svg

Skráð  16. júl. 2025

fjölbýlishús

Sóleyjargata 13 (201)

101 Reykjavík

Tilboð

Fasteignanúmer

F2007251

Fasteignamat

93.400.000 kr.

Brunabótamat

57.700.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1931
svg
128 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur

Lýsing

Háborg og Jórunn lögg.fasteignasali kynna í einkasölu, Sóleyjargata 13 íbúð merk 01 0201. Glæsilega hæð í miðbæ Reykjavíkur með útsýni yfir Tjörnina, yfir Hljómskálagarðinn og Ráðhúsið. Hæðin er 128 fm, stórglæsileg með fallegum stofum með útgengt út á svalir er snúa til suð-vestur með einsöku útsýni.

Húsið er byggt árið 1926 og hannað af Þorkeli Ófeigssyni, fyir Jens B. Waage sem íbúðarhús. Húsið stendur á horni Sóleyjargötu, Fjólugötu og Bragagötu. Eignin hefur verið endurnýjað að utan með múrsalla. Einnig hefur verið endurnýjað þakið og sett kopar klæðning á það. Girðingin í kringum húsið er mjög verkleg og er friðuð. Húsið stendur á eignarlóð 953,5 fm að stærð. Stórglæsilegur garður í góðri rækt.

Hæðin er á 2.hæð. 
Þegar komið er inn í íbúðina á er stórt hol sem tekur á móti með óbeinni lýsingu um miklum skápum. Stofurnar eru samliggjandi mjög bjartar,  rúmgóðar og opnast inn í rými með gluggum í tvær áttir (rennihurð á milli), sem áður var hjónaherbergi en það er nýtt í dag sem vinnustofa. Út úr stofum er útgengi út á svalir með stórkostlegu útsýni. Hjónaherbergið er með gluggum í tvær áttir mjög rúmgott og með skápum, þetta rými var áður samkvæmt teikningu 2 barnaherbergi. Baðherbergið er flísalagt og með glugga. Á baði var áður baðkar en því hefur verið breytt í beint aðgengi að sturtu. Skápur á baði undir handlaug og spegill fyrir ofan með hillum á hliðunum. Eldhúsið er innréttað sitt hvoru megin við gönguflæðið í rýminu. Í eldhúsi er góð vinnuaðstaða. Eldhúsið er með góðum borðkrók við gluggann. Í eldhúsi er einnig skápur þar er aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara. Eigninni fylgir geymsla í kjallara.   

Um er að ræða einstaka eign. Stórglæsilega hæð með svölum og útsýni yfir Tjörnina, Hljómskálagarðinn, Ráðhúsið og vesturbæ Reykjavíkur.
Óskum eftir tilboði í eignina.

Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Jórunn lögg.fasteignasali í síma 845-8958 eða jorunn@haborg.is


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.

img
Jórunn Skúladóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Háborg fasteignasala
Grensásvegur 1, 108 Reykjavík

Háborg fasteignasala

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík
phone
img

Jórunn Skúladóttir

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík

Háborg fasteignasala

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík
phone

Jórunn Skúladóttir

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík