Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Upplýsingar
svg
Byggt 2006
svg
221,1 m²
svg
7 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Útsýni
svg
Sérinngangur
svg
Laus strax

Lýsing

Dvergahraun 28, Grímsnes-  og Grafningshreppur.   

Heilsárshús með hitaveitu og á 7.500fm eignarlóð.

Birt stærð eignar er 221fm, þar af 39,9fm tvöfaldur bílskúr með mikilli lofthæð og tveimur stórum innkeyrsluhurðum.

Eignin stendur á eignarlandi og mögulegt að kaupa aðliggjandi viðbótarland 6.500fm og stækka þannig lóðina í 14.000fm. Bæði löndin eru í fallegu umhverfi þakin lágvöxnum birkitrjám, hrauni og mosa.

Þeir sem vilja skoða þurfa að forbóka síg bæði í opin hús og einkaskoðun hjá Hrannari í síma 899 0720 eða á hrannar@domusnova.is


HELSTU PUNKTAR UM LÓÐ OG HÚS:
Saman liggja löndin að skógræktinni í Grímsnesi sunnan megin og því meira næði frá öðrum sumarhúsum í hverfinu.   Eignin er innst í 1km löngum botnlanga.
Eignin er reist úr timbri með aukinni þykkt i útveggjum og klædd viðhaldsléttum efnum á ytra birði, báðar klæðingagerðir eru harðviður (Jatoba viður og Duropal harðpressaðar plötur).  Allir gluggar eru einnig úr harðvið.   Stór verönd, u.þ.b. 200fm, er úr harðvið (Lerki).  Vandaðir skjólveggir eru hringinn í kringum húsið, en þó ekki að sunnan og vestanverðu, þannig er hægt að njóta útsýnis úr gólfsíðum gluggum eignarinnar á alla náttúru og landslag sem við blasir.  Vandaður heitur pottur með hitastýringu er frá framleiðandanum Trefjar.
Utan við harðviðarveröndina er u.þ.b. 2ja metra breitt grasteppi til að hindra ágang gróðurs að húsinu.
Sérsmíðaðar eikarinnréttingar eru í húsinu frá Fagus og er hiti í öllum gólfum.


NÁNARI LÝSING:
Anddyri
er rúmgott og flísalagt gólf með dökkum 30x60cm flísum, stór fataskápur ásamt óbeinni lýsingu í loftum. Einnig er innfelld Led lýsing í lofti og eru báðar lýsingar með dimmer.
Stofan er innaf anddyri í opnu rými með mjög mikilli lofthæð. Góð lýsing er í loftum og veggjum með dimmer. Mjög vandað harðviðarparket er á gólfum og tengir stofan saman eldhús, borðstofu og sólstofu.
Eldhús er mjög rúmgott með sérsmíðaðri innréttingu ásamt stórri eyju með miklum hirslum. Vönduð Miele tæki í eldhúsi, bæði span helluborð og vifta ásamt uppþvottavél. Góð lýsing er undir efri skápum og er sama klæðning á veggjum og borðplötum undir efri skápum.
Borðstofa er vel rúmgóð með dökkum flísum á gólfum, innfelldri óbeinni ledlýsingu í loftum og útgengt úr borðstofu á tveimur stöðum, m.a. út á stóran pall sem snýr til suðurs. Borðstofan var byggð 2022 og er öll með gólfsíðum gluggum.
Sólstofa er um 20fm með dökkum flísum, einnig mjög vandaður arinn frá Funa og er hann flísalagður í stíl við gólfin. Útgengt úr sólstofu á stóran pall til suðurs og vesturs. Gólfsíðir gluggar eru í allri sólstofunni með glæsilegt útsýni á náttúru og landslag, þ.m.t. allt Skógræktarsvæðið sem blasir við.
Svefnherbergisgangur er lokaður af frá öðrum rýmum eignarinnar.
Hjónaherbergi er stórt með innbyggðum fataskáp. Mikil lofthæð með innfelldri lýsingu á dimmer. og eru tvær gluggahliðar á herberginu.
Svefnherbergi #2 er rúmgott með innbyggðum fataskáp, góðri lofthæð og innfelldri lýsingu í loftum með dimmer.
Svefnherbergi #3 er rúmgott með innbyggðum fataskáp, góðri lofthæð og innfelldri lýsingu í lofrum með dimmer.
Baðherbergi á svefnherbergisgangi er flísalagt í hólf og gólf með vandaðri innréttingu, innfelldri lýsingu í loftum og í spegli ásamt mjög góðum hirslum. Gluggi á baði er með opnanlegu fagi og einnig er "Walk-in" sturtuklefi. Lagt fyrir þvottavél og þurrkara í innréttingu.
Svefnherbergi #4 er staðsett á öðrum stað í húsinu með mikilli lofthæð með innfelldri lýsingu í loftum með dimmer. Baðherbergi er innaf svefnherbergi með "walk-in sturtu" og glugga með opnanlegu fagi. Innfelldur fataskápur og lítil geymsla innan herbergis með opnanlegum glugga.
Bílskúr er tvöfaldur með mikilli lofthæð og tveimur stórum vönduðum innkeyrsluhurðum með rafdrifnum hurðaopnara. Á vesturhlið bílskúrs eru vandaðir harðviðargluggar með opnanlegum fögum og inngönguhurð með hurðapumpu. Led ljósalampar í loftum sem gefa mjög góða lýsingu. Loft eru klædd vönduðum rakaþolnum loftaplötum frá Þ.Þorgrímssyni og er hiti í gólfi ásamt niðurfalli.  Gólfið í bílskúrnum eru með vönduðu Epoxy gólfefni.
Inntök rafmagns og vatns 
eru í flísalagðri geymslu með góðu aðgengi. Gluggi er á geymslu ásamt góðu hilluplássi.
Göngustígar eru í allar áttir og margar göngueiðir um skógræktarsvæðið sem gerir staðsetningu eigarinnar einstaklega skemmtilega með tilheyrandi útivistarmöguleikum, t.d. er stutt að rölta að Kerinu.

Nánari upplýsingar hjá:
Hrannar Jónsson, löggiltur fasteignasali
Sími: 899 0720
Netfang: hrannar@domusnova.is


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.dÞ.. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone