Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2013
182,1 m²
5 herb.
4 svefnh.
Sérinngangur
Opið hús: 22. júlí 2025
kl. 17:00
til 17:30
Opið hús: Hraunprýði 10, 210 Garðabær. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 22. júlí 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Hraunhamar fasteignasala og Helgi Jón Harðarson sölustjóri s.893-2233 helgi@hraunhamar.is kynna: Afar fallegt nýlegt (2013) raðhús 181,2 fm á þessum eftirsótta stað í Gaðabænum. Að auki fylgir bílskýli 22,1 fm. Húsið gæti mögulega losnað fljótlega.
Húsið er staðsett innst í botnlanga, góð aðkoma og næg bílastæði. Rógleg og góð staðsetning. Hiti í gólfum.
Húsið er miðjuhús og er viðhaldslítið 5 herbergja raðhús á einni hæð að Hraunprýði 10 í Garðabæ. Eignin er töluvert mikið endurnýjuð, en flest tæki, innréttingar og LED lýsing er innan tveggja ára. Eldhús og stofa eru í opnu rými. Aukin lofthæð er í alrými og útgengi er frá stofu út á afgirta og skjólgóða verönd til suðurs. Eignin er í botnlanga í rólegu hverfi og fallegu umhverfi (hraun, fjallasýn og fjörur). Hjóla- og göngustígar eru um hverfið og um þægilega leið er að fara inn í miðbæ Garðabæjar (undirgöng, brú og stígar).
Eignin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, sjónvarpsrými, fjögur herbergi,(í dag 3 svefnherbergi,fataherbergi ofl) tvö baðherbergi, þvottahús, geymslu og bílskýli. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands alls 182,1 m2. Bílskýli telur ekki til fermetra. (möguleiki að breyta í bílskúr)
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er inn af útidyrahurð úr harðvið. Nýlegir svartir fataskápar fyrir yfirhafnir frá HTH fylla annan vegginn. Ljósar gólfflísar sem flæða inn á baðherbergi inn af forstofu.
Baðherbergi inn af forstofu er með upphengdu salerni, sturtuklefa og svartri innréttingu undir handlaug (endurnýjuð 2021). Opnanlegur gluggi við sturtu. Hvítar veggflísar að hluta og ljósdrapplitaðar á gólfi. Rennihurð er milli forstofu og baðherbergis.
Eldhús er einstaklega vel skipulagt og rúmgott, nýmóðins og smekklegt og ekki skemmir útsýnið sem er beint út í hraunið. Vandaðar innréttingar og öll tæki, nema uppþvottavél, voru endurnýjuð 2021. Svört innrétting frá HTH, Dekton steinn frá Rein er milli efri og neðri skápa og á borðum (rispu- og hitaþolinn), innfelldur vaskur í borðplötu, innbyggður ísskápur, frystiskápur og uppþvottavél, tveir ofnar og vínskápur fellt inn í innréttingu. Við eyju geta sjö manns setið. Steinborðplatan nær niður á gólf beggja megin sem skapar fallega ásýnd frá stofu sem er í opnu rými með eldhúsi. Sex skúffueiningar eru á eyju og er hún því einnig góð viðbót við aðrar skápa- og skúffueiningar. Ljósar gólfflísar. Innfelld LED lýsing í lofti, einnig inni í alrými, gangi, forstofu, baðherbegjum og víðar.
Stofurýmið er bjart og skemmtilegt alrými með útgengi um rennihurð út á verönd. Gólfsíðir gluggar. Eldhús, sjónvarpsrými og stofa í sama rýminu, hátt til lofts þar.
Herbergi I er 13,5 m2. Gluggar snúa til norðurs. Svartir fataskápar yfir heilan vegg með miklu skápaplássi. Parket á gólfi.
Herbergi II er næst stofu og er skráð 9,6 m2. Gluggi snýr til suðurs. Parket á gólfi.
Herbergi III er einnig 9,6 m2, en það er nýtt í dag sem auka fataherbergi út frá hjónaherbergi. Nýlegar opnar skápaeiningar. Parket á gólfi.
Herbergi IV er 15,2 m2 að stærð auk fataherbergis inn af sem er 3,4 m2. Samtals 18,6 m2. Hjónasvítan er því 28,2 m2 með báðum fataherbergjunum. Parket á gólfum. Útgengi er út á verönd þar sem er heitur pottur með sírennsli.
Baðherbergi er mjög rúmgott. Vítt til veggja og rúmgóð walk-in sturta með hertu gleri. Nýleg blöndunartæki í sturtu. Upphengt salerni og svört innrétting frá HTH undir handlaug. Veggfestur spegill með innbyggðri lýsingu. Hvítar veggflísar og ljósdrapplitaðar gólfflísar.
Þvottaherbergi er með innréttingu með stæði fyrir þvottavél og þurrkara. Veggfestir skápar og hurð á milli yfir í geymslu. Nýmáluð gólf.
Geymsla er inn af þvottahúsi. Þar er lagnagrindin staðsett ásamt rafmagnstöflu. Hægt er að ganga beint úr geymslurými út í bílskýli.
Bílskýli telur 22,1 m2. Leyfi til staðar fyrir að loka og breyta í einangraðan bílskúr. Með því að loka bílskýli teldi húseignin u.þ.b. 204,2 m2.
Lóð er að mestu hellulögð að framanverðu, norðanmegin. Að aftanverðu, til suðurs, er einstaklega skjólgóð hellulögð verönd með skjólgirðingu. Hlið er á skjólgirðingu, út á hjóla- og göngustíg. Enginn grasflötur er á lóðinni og því er slátturvélin óþörf. Heitur pottur.
Húsið er einingahús á einni hæð, staðsteypt og einangrað að utan, klætt að utan með láréttri grárri aluzink báru og timburklæðningu að hluta. Burðarvirki útveggja eru steyptir veggir. Innveggir eru steyptir, hlaðnir og léttir. Léttir veggir eru með stálstoðum. Þak er klætt með báruáli og þakkantur er klæddur með sléttum aluzink plötum. Timburgluggar með állistum að utan. Tvöfalt K-gler.
Bílastæði eru þrjú á lóðinni.
Lokað hringrásakerfi er á neysluvatninu (varmaskiptir) og gólfhiti er í öllu húsinu.
Endurbætur frá 2021: Eldhúsinnrétting frá HTH, steinn á borðum og vegg í eldhúsi, ný tæki í eldhúsi s.s. innbyggður ísskápur, vínskápur og tveir bakaraofnar, allir fataskápar í herbergjum og forstofuskápur, LED lýsing í loftum og innfelld í flestum rýmum, skjólgirðing til suðurs og heitur pottur.
Þetta er mjög áhugaverð eign í Garðabænum til að skoða hvort sem fólk er að stækka við sig eða minnka.
Fasteignamat næsta árs er 147.650.000.-
Allar nánari uppl gefur Helgi Jón Harðarson sölsutjóri s. 893-2233 helgi@hraunhamar.is og
Freyja M Sigurðardóttir lgf. s. 862-4800 freyja@hraunhamar.is
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
1. nóv. 2023
102.100.000 kr.
136.900.000 kr.
182.1 m²
751.785 kr.
15. des. 2017
60.000.000 kr.
73.500.000 kr.
182.1 m²
403.624 kr.
21. nóv. 2014
33.500.000 kr.
62.000.000 kr.
182.1 m²
340.472 kr.
23. mar. 2011
10.000.000 kr.
23.556.000 kr.
853.1 m²
27.612 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025