Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1943
105 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Björt og snyrtileg fjögurra herbergja íbúð á annari hæð við Lindargötu, frábær staðsetning í hjarta borgarinnar.Um er að ræða vel skipulagða 105 fm íbúð á annarri hæð. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, bjarta stofu, eldhús með borðkrók og baðherbergi. Útgengi er á nýlegar 7,5fm svalir sem snúa í suðvestur og njóta góðs af sól og skjólgóðu útsýni yfir næsta umhverfi. Íbúðin hefur verið mikið endurnýjuð. Fasteignamat 2026 verður 86.850.000. Eign merkt 02-01, birt heildarstærð 105.0 fm og eru allir þessir fermetrar innan íbúðar að auki er sameiginleg geymsla með íbúð 03-01.
Bókið skoðun í síma 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
Nánari lýsing:
Komið er inn í anddyri sem tengist eldhúsinu, sem er rúmgott og með góðu skápaplássi auk pláss fyrir matarborð. Stofan er í miðrými með gluggum sem snúa í suður. Þrjú svefnherbergi eru í íbúðinni og eru þau öll rúmgóð. Baðherbergið er flísalagt með sturtu, innbyggðum tækjum og snyrtilegri inntréttingu. Gólfefni íbúðarinnar er nýtt eikarparket og flísar.
Á jarðhæð er sameiginleg geymsla með annarri íbúð sem er við inngang stigahússins.
Lindargata er róleg hliðargata í miðborg Reykjavíkur. Þar sem stutt í verslanir, veitingahús, menningu og þjónustu.
Seljendur skoða skipti á ódýrari eign. Það eru samtals þrjár íbúðir til sölu í húsinu sem er í eigu sömu aðila. Nánari upplýsingar hjá fasteignasala.
Nánari upplýsingar veita:
Alfreð Valencia aðstoðarmaður fasteignasala í síma: 776-2150 eða alfred@eignamidlun.is
Kjartan Hallgeirsson löggiltur fasteignasali í síma 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
30. des. 2019
52.400.000 kr.
61.000.000 kr.
105 m²
580.952 kr.
23. nóv. 2015
33.000.000 kr.
39.500.000 kr.
105.1 m²
375.833 kr.
13. apr. 2011
22.300.000 kr.
23.299.000 kr.
105.1 m²
221.684 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025