Lýsing
JÖRÐ TIL SÖLU Í MOSFELLSBÆ – 16,6 ha þar af 6,1 ha deiliskipulagðir fyrir lögbýli.
Trausti fasteignasala og Halldór Frímannsson lgf. kynna til sölu jörð á friðsælum stað sunnan við Hafravatn, við Nesjavallaleið í Mosfellsbæ 16,6 hektara úr landi Dallands, þar af 6,1 ha með samþykktu deiliskipulagi fyrir lögbýlið Stekk. Gert er ráð fyrir að selja landið í heild sinni.
Stærð: 16,6 ha
Fasteignanr.: 208-1909
Landeignanr.: L123625
Deiliskipulag heimilar byggingu eftirfarandi:
Íbúðarhús á 2 hæðum, allt að 300 m²
Véla-, reið- og tamningaskemmu, allt að 800 m²
Hesthús eða gripahús, allt að 300 m²
Ylræktarhús, allt að 100 m²
Heildarbyggingarmagn: 1.500 m²
Fasteignamat 2026 kr. 21.650.000
Deiliskipulagið leggur áherslu á sjálfbæra matvælaframleiðslu, svo sem ræktun rótar- og garðávaxta, ylrækt og skógrækt til skjólmyndunar. Hentar einnig þeim sem vilja stunda hrossarækt eða annað húsdýrahald. Jafnframt er ætlunin með deiliskipilaginu að hefta frekari útbreiðslu lúpinu.
Staðsetning býður uppá rólegt sveita umhverfi með borgina rétt hjá, náttúru, frið og fjölbreytta útivist, án þess að þurfa að fórna þægindum þéttbýlisins.Landið er að mestu hálf grónir melar þar sem lúpina hefur náð að dreifa sér. Engin mannvirki eru á landinu.
Annað: Fasteignaskattur af útihúsum og mannvirkjum á bújörðum sem tengd eru lanbúnaði, s.s. grasrækt, garðrækt, ylrækt, skógrækt og búfjárrækt sem talist geti búrekstur eða þáttur í búrekstri, er sá sami og af íbúðarhúsum, sbr. 2. gr. reglug. nr. 1160/2005 um fasteignaskatt.
Áhugasamir eru hvattir til þess að kynna sér "Deiliskipulag fyrir landbúnaðarsvæði að Stekk, landspilda úr Dallandi (L123625)" inná kostasjá Mosfellsbæjar auglýst í Stjórnartíðindum 28. október 2024. https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=311ArAYZaEqV8RMv3zzEtA
Afhending: Við undirritun kaupsamnings.
Nánari upplýsingar veitir Halldór Frímannsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6605312, tölvupóstur halldor@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.