Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Þórir Helgi Sigvaldason
Katla Hanna Steed
Jórunn Skúladóttir
Þórunn Pálsdóttir
Vista
svg

253

svg

216  Skoðendur

svg

Skráð  22. júl. 2025

fjölbýlishús

Silfursmári 2 íb 1304

201 Kópavogur

143.000.000 kr.

1.231.697 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2520305

Fasteignamat

93.500.000 kr.

Brunabótamat

87.850.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2023
svg
116,1 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

Háborg fasteignasala og Katla kynna glæsilega og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á 13. hæð í Silfursmára 2, Kópavogi. Íbúðin er skráð 116,1 fm að stærð, þar af 9,5 fm sérgeymsla. Eigninni fylgja tvö sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin nýtur glæsilegs útsýnis, mikillar lofthæðar og er með vönduðum innréttingum og frágangi. Húsið er steinsteypt og klætt að utan, byggt árið 2023.
Innréttingar eru sérsmíðaðar frá GKS úr spónlagðri reyktri eik, allar hurðir eru extra háar og innfelldar, og gólfefni eru síldarbeinaparket frá Álfaborg. Svört blöndunartæki og rafmagnstenglar eru í samræmdum stíl við heildarhönnun íbúðarinnar. Íbúðin er búin loftræstikerfi með varmaskipti sem tryggir gott loftflæði og orkusparnað. Einstök eign fyrir vandláta á eftirsóttum stað í Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir Katla Hanna Steed, lögg. fasteignasali, í síma 822 1661 eða katla@haborg.is.

Nánari lýsing:

Forstofa / hol: Komið er inn í rúmgóða forstofu með síldarbeinaparketi og góðum fataskápum.
Alrými – eldhús, stofa og borðstofa: Bjart og rúmgott alrými með mikilli lofthæð og stórum gluggum. Eldhús með innréttingu frá GKS úr spónlagðri reyktri eik, steinborðplötur frá Rein og niðurfelldur vaskur, spanhelluborð með innbyggðum gufugleypi, combi-ofn og bakaraofn, vínkælir, innbyggð uppþvottavél og ísskápur með frysti. Útgengi á vestur svalir og glæsilegt útsýni úr stofu og eldhúsi.
Svefnherbergi 1: Rúmgott með fataskáp.
Svefnherbergi 2: Einnig rúmgott og með fataskáp.
Baðherbergi: Flísalagt með innfelldu sturtutæki. Innrétting frá GKS, steinborðplata frá Rein, niðurfelldur vaskur og svart blöndunartæki.
Þvottahús: Sér þvottahús innan íbúðar með góðu vinnuplássi, innréttingu, vaski og stýribúnaði fyrir loftræstikerfi.
Sérgeymsla: Í sameign, 9,5 fm að stærð.
Tvö sérmerkt bílastæði í lokaðri bílageymslu með lyftuaðgengi og góðri aðkomu.

Húsið er staðsett á vinsælum stað í Kópavogi, rétt við Smáralind. Stutt er í alla þjónustu, skóla og leikskóla. Virkilega falleg eign á eftirsóttum stað í Kópavogi.

Pantið skoðun og fáið nánari upplýsingar Katla Hanna Steed, löggiltur fasteignasali sími 822 1661 eða katla@haborg.is


 

img
Katla Hanna Steed
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Háborg fasteignasala
Grensásvegur 1, 108 Reykjavík

Háborg fasteignasala

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík
phone
img

Katla Hanna Steed

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. júl. 2024
65.950.000 kr.
129.900.000 kr.
31304 m²
4.150 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Háborg fasteignasala

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík
phone

Katla Hanna Steed

Grensásvegur 1, 108 Reykjavík