Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ólafur Björnsson
Vista
svg

926

svg

713  Skoðendur

svg

Skráð  23. júl. 2025

sumarhús

Þverholtsvegur 8 6,10,12,16

805 Selfoss

43.900.000 kr.

543 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2208200

Fasteignamat

33.590.000 kr.

Brunabótamat

29.100.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1980
svg
80804,8 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.

Lýsing

Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar kynnir eigrninar Þverholtsveg 6, 8, 10, 12 og 16 í Grímsnes- og Grafningshrepp,  805 Selfoss.

Þverholtsvegur 8, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 220-8200,ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Á lóðinni stendur 54,8fm sumarhús sem stendur á 10.000fm eignarlóð.
Nánari lýsing:
Huggulegt sumarhús sem inniheldur 3 svefnh þ.a. 2 með kojum og hjónaherb.- orginal innr- nýlegt plastparket á gólfi- flísar á votrými.- Standandi timburklæðning að utan málað járn á þaki. pallur og pottur. Heitt vatn (kemur frá bænum Ormsstöðum eins og er en hugsanlega einungis fram á haust) Kalt vatn frá sveitarveitu- rafm frá RARIK. Timburlitaður panill á veggjum og í lofti. Á gólfinu er ljóst parket allstaðar að utan baðherbergis og sólstofu, þar eru hvítar flísar. Arinn í stofunni. Timburlituð eldhúsinnrétting með svartri borðplötu. Á baðherbergi er timburlituð innrétting, salerni og sturtuklefi. Á lóðinni er niðurgrafinn gámur sem nýtist sem geymsla. Stór timburverönd með heitum potti er við húsið.

Þverholtsvegi 6, fnr. 234-5003, Sumarhúsalóð, birt stærð 9.660fm. eignarlóð ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Samkvæmt deiliskipulagi er nýtingarhlutfall lóðarinnar 0.03 og heimilt að byggja allt að 140fm sumarhús og 40fm gestahús á lóðinni. 

Þverholtsvegur 10, fnr. 234-5004, birt stærð 10.960fm, ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Kvöð er á lóðinni um byggingarbann v. rafmagnslína sem liggja yfir lóðina. Lóðina væri því hægt að nýta t.d. sem beitiland.

Þverholtsvegur 12, fnr. 234-5006, birt stærð 10.050fm, ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Samkvæmt fasteignamati er lóðin ekki skráð sem sumarhúsaland, en skv. deiliskipulagi er gert ráð fyrir byggingarreit á lóðinni. Lóðin er að hluta undir rafmagnslínum og því byggingarbann að hluta á lóðinni.

Þverholtsvegur 16, fnr. 234-5009, birt stærð 50.080fm, ásamt öllu því sem eigninni fylgir og fylgja ber. Lóðin er gott beitiland og liggja rafmagnslínur yfir lóðina miðja og því byggingarbann á hluta á lóðinni. Lóðin er ekki skráð sem sumarhúsalóð. 

Vakin er athygli á því að seljandi er dánarbú og getur því ekki uppfyllt upplýsingaskyldu seljanda að fullu. Rafmagnslínur yfir lóðirnar nr. 10, 12 og 16 hamla því uppbyggingu á þeim annaðhvort að hluta eða að öllu leyti. Heitt vatn sem eignin nýtir frá Ormsstöðum verður hugsanlega sagt upp eftir sumarið og þarf nýr eigandi því að hafa það í huga.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila, (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt kr. 50.000 - 75.000. Sjá nánar á heimsíðum lánastofnanna.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu kr. 50.000 + vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða þá greiðir kaupandi skipulagsgjald þegar það verður lagt á. Skipulagsgjaldið er 0.3% af endanlegu brunabótamati.

Nánari upplýsingar veita Kristófer Ari Te Maiharoa, lögfræðingur og löggilltur fasteignasali kristo@olafur.is s: 416-2223, gsm: 695 6134 eða Ólafur Björnsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali oli@olafur.is - s: 416 2220 - gsm: 894 3209 

Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar

Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar

Eyrarvegi 15, 800 Selfoss
phone
Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar

Lögmannsstofa Ólafs Björnssonar

Eyrarvegi 15, 800 Selfoss
phone