Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 2021
125 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Bílastæði
Lyfta
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Glæsileg, rúmgóð 4ja herbergja íbúð á 3. hæð í nýlegu fjölbýlishúsi í Urriðaholti. Suðvestur svalir. Gott útsýni. Vandaður frágangur. Bílastæði í bílgeymslu. Þvottahús innan íbúðar.Allar upplýsingar gefur Magnús Þórir Matthíasson löggiltur fasteignasali, sími 895-1427, magnus@eignamidlun.is
Nánar um íbúð: Íbúð 01-0301 í Urriðaholtsstræti 22A, er fjögurra herbergja 117,9 fm. íbúð á 3. hæð með sér 7,1 fm. geymslu á 1. hæð ásamt stæði í bílageymslu merkt B11. Samtals 125,0 fm. Íbúðinni fylgir þar að auki 9,2 fm. svalir sem snúa í suðvestur.
Fasteignamat 2026 = 100.400.000 kr.
*** Smelltu hér til að sækja söluyfirlit ***
Nánari lýsing eignar:
Forstofa er með góðum fataskápum. Parket á gólfi.
Eldhús er með rúmgóða innréttingu. Vönduð eldhústæki frá Electrolux. Innbyggður ísskápur og frystir ásamt innbyggðri uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð, opin og björt með stórum gluggum og góðu útsýni. Parket á gólfi. Útgengt er á rúmgóðar 9,2 fm svalir.
Barnaherbergin eru tvö, bæði rúmgóð með fataskápum. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi er rúmgott (14,8 fm) með fataskápum. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með snyrtilegri innréttingu. Walk-in sturta. Upphengt salerni. Handlaug. Handklæðaofn. Flísar á gólfi og hluta af veggjum.
Sérþvottahús er með vaski og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara í góðri vinnuhæð.
Sérgeymsla (7,1 fm) er í kjallara hússins, mikil lofthæð í geymslunni.
Hjóla- og vagnageymsla er í sameign í kjallara hússins.
Sérbílastæði í bílageymslu í kjallara hússins (merkt B11).
Hiti er sameiginlegur samkvæmt hlutfallstölu. Eignin er kynt með ofnakerfi. Rafmagn er á sérmæli fyrir íbúðina.
Umhverfið: Betri staðsetning á höfuðborgarsvæðinu fyrir náttúruunnendur og útivistarfólk er vandfundin. Urriðaholt liggur við friðlandið í Heiðmörk sem er stærsta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins og er tengt beint við það með göngu- og hjólastígum. Glæsilegir golfvellir, vötn og hæðir umlykja svæðið. Góðar samgönguæðar tengja svo hverfið við alla staði borgarinnar. Í göngufæri er svo Urriðaholtsskóli sem starfar á tveimur skólastigum, bæði á leik- og grunnskólastigi.
Vegna mikillar eftirspurnar vantar mig allar tegundir eigna á skrá. Hafðu samband og ég mun verðmeta eign þína þér að kostnaðarlausu.
Nánari upplýsingar veitir:
Magnús Þórir Matthíasson lögg. fasteignasali í síma 895-1427 eða magnus@eignamidlun.is
Kostnaður kaupanda af kaupum:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi er fyrir einstaklinga 0,8% af heildarfasteignamati eignar. Sé um fyrstu kaup að ræða er stimpilgjald af kaupsamningi 0,4% af heildarfasteignamati.
2. Stimpilgjald af kaupsamningi fyrir lögaðila er 1,6% af heildarfasteignamati eignar.
3. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, afsali, veðskuldabréfi, veðleyfi og mögulega fleiri skjölum. - kr. 2.700 af hverju skjali.
4. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
5. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kaupendasamningi.
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu seljanda samanber 26. gr. laga nr. 40/2002 um fasteignakaup og 25. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús. Eignamiðlun fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002. Kaupanda er bent á að nýta sér þjónustu fagmanna við skoðun fasteigna, en mælt er með því að kaupendur fasteigna fái óháðan fagaðila til að framkvæma formlega ástandsskoðun á eignum sem gert er tilboð í.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
28. maí. 2025
95.550.000 kr.
109.000.000 kr.
10301 m²
10.581 kr.
13. júl. 2021
5.630.000 kr.
75.000.000 kr.
125 m²
600.000 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025