Lýsing
Miklaborg kynnir: 3,3 hektara landbúnaðarlóð í landi Skálabrekku Eystri skammt frá Þingvallavatni. Skálabrekka Eystri er austasti hluti jarðarinnar Skálabrekku í Þingvallasveit í sveitarfélaginu Bláskógabyggð. Jörðin liggur upp að þjóðgarðinum vestan megin og er 250 ha að stærð í heildina. Á jörðinni eru til sölu sumarhúsalóðir í frístundabyggð sem eru eignarlóðir og stærri landbúnaðarlóðir. Lagt er upp með vistvæna, kyrrláta byggð á einum fegursta stað Íslands í aðeins 35 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborginni. Nánari upplýsingar má sjá á vefsíðunni www.skalabrekka.is og svo er hægt að kynna sér deiliskipulag svæðisins ásamt ákvæðum hér https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/display.aspx?numer=19144
Á landbúnaðarlóðum verður heimilt að reisa eitt íbúðarhús og aukahús s.s. gestahús, gróðurhús, hesthús og/eða geymslu/skemmu. Hægt er að sækja um til sveitarfélagsins Bláskógabyggðar að fá að vera með lögheimili á landbúnaðarlóð og því fylgir tiltekin þjónusta, svo sem regluleg sorphirða, snjómokstur og skólaakstur. Vegagerð er langt komin og lýkur á árinu 2025. Vegir eru tveir, Grjótnesgata austan megin nær þjóðgarðinum og Hellunesgata vestan megin og draga þeir heiti sitt af örnefnum á svæðinu.
Fallegur staður sem býður upp á fjölþætta möguleika aðeins steinsnar frá Höfuðborginni. Rómuð fegurð, einstakt útsýni og þægileg aðkoma. Ekki hefur verið borað eftir köldu vatni og er það í höndum kaupenda að gera slíkt, sem gera má í samstarfið við aðra lóðareigendur.
Nánari upplýsingar veitir Jón Rafn fasteignasali í síma 695-5520 eða jon@miklaborg.is