Lýsing
Möguleiki á að kaupa hluta jarðarinnar og væri henni þá skipt upp í suðurhluta og norðurhluta eða eftir samkomulagi.
Allar frekari upplýsingar veitir Ingibjörg Agnes Jónsdóttir gsm: 897-6717 eða inga@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT STRAX HÉR.
Nánari lýsing:
Einbýlishús:
Um er að ræða steypt 171,1 fm,einbýlisshús byggt 1972. Húsið er klætt að utan á einni hæð með valmaþaki. Eignin hefur fengið gott viðhald í gengum árin. Búið er að endyrnýja þak, allt gler og nánast alla glugga ásamt eldhúsi og baðherbergi. Byggt var við húsið, eldhúsið var stækkað og er útsýni yfir vatnið einstakt. Einnig var byggð sólstofa við húsið sem snýr út í garð og er þar heitur pottur og pallur. Stofa með kamínu og fallegu útsýni. Auðvelt að hafa 5-6 svefnherbergi í húsinu. Fallegur mjög stór og skjólgóður garður (9307 fmr.) er kringum húsið með stórri grasflöt og trjám og pöllum.
Aðstöðuhús/geymsla:
Er skráð 88,6 fm. samkv. fasteignamati byggð 1987 . Húsið er steypt með viðgerðargryfju. Húsið er vel einangrað með salernum og sturtuaðstöðu. Mjög stór innkeyrsluhurð og geymsluloft að hluta. Við húsið er búið að gera útiaðstöðu með skjólveggjum.
Fjós:
Um er að ræða 480,7 fm. fjós byggt árið 1975. Húsið er steypt með bárujárnsþaki, járn hefur verið endurnýjað. Í dag er það ekki nýtt sem slíkt. Búið er að hreinsa bása í burtu og steypa upp í flór. Undir fjósinu er 216,6 fm. Haughús. Opnað var inn í hlöðu til að auðvelda aðgengi inn í rýmið. Í dag er það nýtt sem geymsla fyrir fellihýsi og hjólhýsi.
Hlöður:
Skráð heildarflatamál 444,6 fm. Um er að ræða tvær hlöður. Steyptir sökklar bárujárnsklætt með timbur sperrum.Í dag eru þær nýtt sem geymslurými. Styttist í að endurnýja þurfi þak. Ástand þokkalegt en þarfnast einhvers viðhalds.
Fjárhús:
Um er að ræða 305,3fm fjárhús. Húsið er með steyptum sökkli og bárujárnsklæðningu og timbursperrum. Að hluta er fjárhús undir búfénað en að hluta sem geymsla. Ástand þokkalegt en þarfnast einhvers viðhalds.
Véla og verkfærageymsla:
Um er að ræða 272 fm. véla og verkfærageymslu. Eignirnar eru í þokkalegu ástandi.
Í heildina litið er þetta vel um genginn húskostur með bæði eldri húsum sem hafa fengið flest ágætt viðhald gegnum árin ásamt nýlegri húsum. Jörðin er í góðri rækt og tún vel hirt. Jörðin er í miklli nálægð við Reykjavík, einungis um 50 km akstur.
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat