Lýsing
Um er að ræða vel skipulagða og bjarta þriggja herbergja 87.1 fm endaíbúð með gluggum á þrjá vegu á annari hæð við Ásvallagötu.
Frábær staðsetning í góðu húsi í gamla vesturbænum. Rúmgóðar suð-vestur svalir með íbúð.
Íbúð hefur afnotarétt af sér bílastæði á lóðinni. Snyrtileg sameign og nýlega er búið að skipta um allar hurðar í sameign s.s af stigagangi inn í íbúð.
ÍBÚÐ GETUR FENGIST AFHENT NOKKUÐ FLJÓTT.
Birtar stærðir skv. Þjóðskrá Íslands:
Íbúð er 76.1 fm merkt 01-02-01 og geymsla er 11 fm merkt 01-00.05 , samtals 87.1 fm.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu hefur íbúð afnotarétt af bílastæði á lóðinni.
Nánari upplýsingar um eign:
Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s. 6900 820 eða sveinn@landmark.is
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGN STRAX HÉR.
Eignin skiptist í:
Forstofu/hol, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu.
Sameiginlegt þvottaherbergi og sameiginleg hjóla/vagnageymsla í kjallara.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu hefur íbúð afnotarétt af bílastæði á lóðinni.
Nánari lýsing á eign:
Forstofa er rúmgóð með innbyggðum fataskápum og úr forstofu er gengið í önnur rými íbúðar.
Rúmgóð og björt stofa/borðstofa með gluggum á þrjá vegu, útgengi á suð-vestur svalir úr stofu.
Eldhús er með snyrtilegri eldri innréttingu með efri og neðri skápum, innbyggð uppþvottavél og ísskápur í innréttingu sem að fylgir með í kaupum.
Tvö góð svefnherbergi með ágætis fataskápum.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og veggjum, baðkar með sturtuhengi, snyrtileg innrétting með skúffum undir vask.
Sér geymsla er í kjallara. Sameiginlegt þvottaherbergi í kjallara og hjóla/vagnageymsla er líka í kjallara.
Samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu hefur íbúð afnotarétt af bílastæði á lóðinni.
Gólfefni: Parket og flísar á gólfum eignar.
-Vegna mikillar sölu undanfarið þá vantar mig allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og ég kem og met eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sveinn Eyland lögg.fasteignasali s: 6900.820 eða sveinn@landmark.is
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat