Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Snorri Sigurfinnsson
Loftur Erlingsson
Halldóra Kristín Ágústsdóttir
Steindór Guðmundsson
Upplýsingar
svg
Byggt 2020
svg
190 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Hafsteinn Þorvaldsson LGF s. 891-8891 fasteignasali ásamt HÚS Fasteignasölu kynna í sölu: Stórt, stílhreint, bjart og rúmgott 150 fm fimm herbergja heilsárshús, byggt árið 2020. Einnig flottur 40 fm sérstæður bílskúr, samtals 190 fm.  Húsið stendur á virkilega fallegri 7.895 fm eignalóð og stendur efst í Ásgarðslandi í hlíðum Búrfells svo útsýnið yfir sveitina er gríðarlega fallegt.  Hringihlið er inn í sumarhúsabyggðina. Húsið er timburhús, klætt með dökku áli í bland við harðvið og soðinn dúkur er á þaki sem er einhalla.  Hönnun hússins og umhverfi mynda vel heppnaða heild og fellur húsið vel að náttúrunni og nánasta umhverfi. Timbur sólpallur er framan við húsið og meðfram göflum þess og drenmöl í bílaplani.  Heitur pottur er á sólpalli og gler-skjólgirðing. Talsvert landslag er í lóðinni, kjarr, mosi og allt jarðrask hefur verið lagað með lyngtorfi. Frábær staðsetning þar sem stutt er í alla þjónustu og afþreyingu.

Nánari lýsing: Fjögur rúmgóð svefnherbergi eru í húsinu. Eitt þeirra er hjónasvíta og inn af henni er sér baðherbergi og rennihurð út á sólpall. Borðstofa-, stofa og eldhús í opnu og björtu rými með stórri rennihurð út á sólpall. Í eldhúsi er sérsmíðuð, vönduð innrétting með góðu skápaplássi, akrílsteinsborðplötu, vönduðum Siemens heimilistækjum, eyju, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.  Annað baðherbergi í húsinu með flísalagðri sturtu, vönduðum blöndunartækjum og upphendum wc.  Fínt þvottahús með innréttingu og þvottavél og þurrkari fylgja með.
Vandaðir ál/tré gluggar eru í húsinu.  Á gólfum er parket en á votrýmum flísar og húsið er kynt með svæðaskiptum gólfhita þar sem digital stýringar eru á veggjum fyrir hvert rými. Loft eru öll upptekin með innfelldri led lýsingu. Næturlýsing er undir þakkanti. Húsið er klætt að utan með álklæðningu í bland við harðvið.  Í eldhúsi og stofu er sérinnfluttur viður frá Þ. Þorgrímsson á veggjum.

Virkilega vel skipulögð, snyrtileg og vönduð eign staðsett í eftirsóttri sumarhúsabyggð þar sem er gríðarlega fallegt landslag/útsýni.

Hringið og bókið skoðun.  ***** Sýni samdægurs *****  Húsið er tilbúið til afhendingar *****

Hafsteinn Þorvaldsson löggiltur fasteignasali s. 891-8891 eða hafsteinn@husfasteign.is


 Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati, fyrstu kaupendur 0,4%, lögaðilar 1,6%
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar. Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr. kauptilboð

Skoðunarskylda:  Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignasalan Bær því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.Fletta í fasteignalista
 

HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum
HÚS fasteignasala

HÚS fasteignasala

Austurvegi 26, 800 Selfoss - Útibú: Strandvegi 43a, Vestmannaeyjum