Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Sveinn Sigurðsson
Björn Davíðsson
Vista
einbýlishús

Skólatröð 8

605 Akureyri

87.900.000 kr.

395.412 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2338722

Fasteignamat

6.190.000 kr.

Brunabótamat

0 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2025
svg
222,3 m²
svg
5 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur

Lýsing

Fasteignasalan Hvammur 466 1600

Skólatröð 8 - Nýbygging - Skemmtilega hannað 5 herbergja einbýlishús með innbyggðum bílskúr í byggingu í Hrafnagilshverfi í Eyjafjarðarsveit - stærð 222,3 m² auk um 15 m² geymsluskúr.

Húsið selst svo til fullbúið að utan með grófjafnaðri lóð og með möl undir bílastæði og verönd og að innan tilbúið fyrir uppsetningu innveggja. 

Innra skipulag eignar verður skv. teikningum forstofa, gangur, eldhús og stofa í alrými, hjónaherbergi með fataherbergi, tvö barnaherbergi, sjónvarpsherbergi sem getur nýst sem þriðja barnaherbergið, baðherbergi, snyrtingu, búr, þvottahús/geymsla og bílskúr. 

Um er að ræða hefðbundið timburhús þ.e. timburgrind á staðsteyptri gólfplötu.
Klæðning:
Að utan er húsið klætt með hvítri standandi panel stálklæðningu að mestu og Stac Bond klæðningu að hluta. Eftir er að klæða upp í þakskyggni.
Gluggar og hurðar: Glugga- og hurðakarmar eru litaðir álprófílar og þrefalt gler er í gluggum. Hurðar eru vandaðar þriggja punkta læsingar og bílskúrshurð er með opnara.
Vatn og rafmagn: Inntak fyrir heitt- og kalt vatn er komið og einnig aðaltafla fyrir rafmagn, allt í bílskúr og eru tengigjöld greidd. Ídráttarrör eru frá aðaltöflu og í útigeymslu, fyrir útilýsingu að verönd og gufubaði á suðurhlið. Hita- og neysluvatnslagnir eru steyptar í gólfplötu, en húsið er hitað með gólfhita og gert er ráð fyrir handklæðaofni í baðherbergi og þar eru einnig lagnir fyrir stýringu fyrir heitann pott. Í útigeymslu eru einnig gólfhitalagnir sem áætlað er að tengist snjóbræðslukerfi hússins.
Veggir: Húsið er einagrað með 145 mm steinullar einangrun í útveggjum og 200 mm steinullareinangrun í þaki og gengið er frá rakavarnarlagi. Veggur milli bílgeymslu og íbúðar er 45x145 mm timburgrind með 150 mm steinullareinangrun og klæddur tvöföldu gifsi beggja megin og uppfyllir kröfu um REI-60 brunamótsstöðu.
Burðarveggur, 45x145 í svefnherbergishluta hefur verið settur upp og einnig létt milliveggjagrind þar.
Þak:​​​​ Timbursperrur í þaki sem er einhalla og klætt er með tvöföldu lagi af þakpappa.
Lóð: Grófjöfnuð lóð og möl undir bílastæði og verönd.  
Geymsluskúr, um 15 m² að stærð á steyptri plötu er á lóðinni.

Annað
- Húsinu fylgir öll einangrun í inniveggi og gifs með skrúfum í létta milliveggi (ekki grindarefni) og efni í rafmagnsgrind.
- Gert er ráð fyrir loftskiptikerfi í húsinu.
- Möguleiki er að setja upp sturtu og wc í þvottahúsinu. 
- Tvær rennihurðar eru út úr stofunni, einnig er útgengt á verönd úr baðherbergi og tveimur svefnherbergjum. 
- 3víddar teikningar eru eingöngu til hliðsjónar

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone
Hvammur Eignamiðlun

Hvammur Eignamiðlun

Hafnarstræti 19, 600 Akureyri
phone