Upplýsingar
Byggt 2005
88,1 m²
4 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Þvottahús
Sérinngangur
Lýsing
Betri Stofan fasteignasala Borgartúni 30 kynnir nýtt í sölu: Fallegt og vel staðsett sumarhús á skemmtilegum útsýnisstað í Hvalfjarðarsveit með útsýni yfir Leirársveitina – aðeins um 45 mínútna akstur frá Reykjavík. Húsið er vel skipulagt og smekklegt samtals 88,1 fm en skráð skv. HMS 57,3 (unnið er að uppfærðri skráningu). Húsið er staðsett á 5.820 fm leigulóð úr landi Eyrar og telur rúmgott og fallegt alrými, stofu, borðstofu og eldhúsrými, tvö svefnherbergi, gott baðherbergi og sér þvottahús. Timburverönd er um 95 fm með heitum og köldum potti ásamt útisturtu. Með húsinu fylgja þrjú óskráð aukarými, saunahús með viðarkynntum ofni, gestahús og gróðurhús sem nýtist einnig sem geymsla.
Nánari lýsing
Í stofu er kamína og setusvæði með útgengi á verönd. Borðstofan er rúmgóð og sjónvarpsholið er með góðu útsýni til vesturs.
Eldhúsið er vel útbúið með stórri U-laga innréttingu, spanhelluborði frá Smeg, tvöföldum ísskáp með klaka- og vatnsvél, bakaraofni í vinnuhæð og hreyfanlegri eyju sem auðvelt er að aðlaga rýminu. Svefnherbergin eru fín og parketlögð, mjög stór fataskápur í öðru herberginu og koja í hinu. Baðherbergið er með hvítri innréttingu og sturtu, gluggi er á baðherberginu.
Endurbætur
Rafmagn, pípulagnir, gluggar, hurðir, einangrun og klæðningar hafa verið endurnýjuð skv. seljanda ásamt því að sett hefur verið upp hitun með varmadælu, rafmagni og kamínu. Neysluvatn er hitað með hitakút sem staðsettur er inni á baðherbergi. Búið er að jarðvegsskipt og þjappað undir efra bílaplan sem er um 60 til 80 fm að stærð.
Skil á teikningum og skráningu er í vinnslu og mun seljandi sjá um að þeirri vinnu verði lokið fyrir útgáfu afsals.
Rekstrarkostnaður
Leigusamningur vegna lóðar er frá 2022 og gildir í 25 ár. Um er að ræða lokað sumarhúsasvæði með símahliði.
Áætlaður rekstarkostnður fyrir árið 2025:
Lóðarleiga kr. 205.047.-
Félags- og framkvæmdagjald kr. 52.400.-
Rafmagn ca. kr. 40.000.-/mán. m.v. töluverð notkun eiganda.
Fasteignagjöld kr.153.360.-
Þetta er vel búið, rúmgott, fallegt sumarhús á fallegum útsýnisstað sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar veitir Atli S Sigvarðsson fasteignasali í síma 899-1178 eða atli@betristofan.is
Nánari lýsing
Í stofu er kamína og setusvæði með útgengi á verönd. Borðstofan er rúmgóð og sjónvarpsholið er með góðu útsýni til vesturs.
Eldhúsið er vel útbúið með stórri U-laga innréttingu, spanhelluborði frá Smeg, tvöföldum ísskáp með klaka- og vatnsvél, bakaraofni í vinnuhæð og hreyfanlegri eyju sem auðvelt er að aðlaga rýminu. Svefnherbergin eru fín og parketlögð, mjög stór fataskápur í öðru herberginu og koja í hinu. Baðherbergið er með hvítri innréttingu og sturtu, gluggi er á baðherberginu.
Endurbætur
Rafmagn, pípulagnir, gluggar, hurðir, einangrun og klæðningar hafa verið endurnýjuð skv. seljanda ásamt því að sett hefur verið upp hitun með varmadælu, rafmagni og kamínu. Neysluvatn er hitað með hitakút sem staðsettur er inni á baðherbergi. Búið er að jarðvegsskipt og þjappað undir efra bílaplan sem er um 60 til 80 fm að stærð.
Skil á teikningum og skráningu er í vinnslu og mun seljandi sjá um að þeirri vinnu verði lokið fyrir útgáfu afsals.
Rekstrarkostnaður
Leigusamningur vegna lóðar er frá 2022 og gildir í 25 ár. Um er að ræða lokað sumarhúsasvæði með símahliði.
Áætlaður rekstarkostnður fyrir árið 2025:
Lóðarleiga kr. 205.047.-
Félags- og framkvæmdagjald kr. 52.400.-
Rafmagn ca. kr. 40.000.-/mán. m.v. töluverð notkun eiganda.
Fasteignagjöld kr.153.360.-
Þetta er vel búið, rúmgott, fallegt sumarhús á fallegum útsýnisstað sem vert er að skoða.
Allar nánari upplýsingar veitir Atli S Sigvarðsson fasteignasali í síma 899-1178 eða atli@betristofan.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.