Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Aðalheiður Karlsdóttir
Upplýsingar
svg
490 m²
svg
8 herb.
svg
5 baðherb.
svg
5 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FRÁBÆRT FJÖLSKYLDUHÚS Á GÓÐUM STAÐ* - *GESTAHÚS OG STÓR BÍLSKÚR*
Glæsilegt einbýlishús með veglegu sérstæðu gestahúsi í Algorfa/La Finca, vinsælum stað ca. 30 mín. akstur í suður frá Alicante flugvelli.
Stutt í alla þjónustu, verslanir, veitingastaði, golf, tennis, heilsugæslu og fleira sem gerir dvölina á Spáni þægilega og skemmtilega.
Hér má njóta hins afslappaða spænska lífsstíls með hefðbundnum spænskum hátíðum, vikulegum matarmörkuðum með ferskum afurðum og alls þess sem gerir lífið við Miðjarðarhafið svo notalegt og skemmtilegt.
Auðvelt aðgengi að hraðbraut sem tryggir góðar samgöngur.
Einstakt útsýni yfir appelsínu- og sítrónuekrur, stór lóð með einkasundlaug og sérstæðu gestahúsi.
Lokaður stór bílskúr þar sem hægt er að koma fyrir 2-3 bílum.

Allar upplýsingar gefa:
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 00354 893 2495. adalheidur@spanareignir.is, 
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is GSM 0034 615 112 869,

Nánari lýsing:

Neðri hæð:
Glæsilegt aðgengi að húsinu. Við inngang tekur á móti þér bjart og rúmgott alrými, borðstofa opin við stórt og glæilegt eldhús með nýlegri innréttingu. Gestasnyrting og aðgengi að stórri og glæsilegri stofu með aðgengi út í garðinn. Frá eldhúsi er einnig gott aðgengi út á verönd með góðri grillaðstöðu.
Á jarðhæðinni eru einnig tvær stórar svefnherbergissvítur, báðar með sér baðherbergi og önnur með góðu fataherbergi.
Auk þess er sér þvottahús með góðu útgengi út í garðinn.
Stór einkasundlaug er í garðinum.

Efri hæð:
Stórt svefnherbergi með sér baðherbergi og fataherbergi.
Skrifstofa.
Möguleiki á að bæta við öðru svefnherbergi

Gestahús:
Sérinngangur og fullkomlega sjálfstæð eining
Stór stofa, eldhús, hjónaherbergi með baðherbergi og walk-in fataskáp
Möguleiki að minnka stofurými og bæta við öðru svefnherbergi.
Möguleiki er á að nýta gestahúsið fyrir ýmis konar starfssemi.

Lóð og útisvæði
Stór lóð, einstaklega vel hirt og sólrík allan daginn.
Lóðin er sérlega vel skipulögð með skemmtilegum setsvæðum og cosy hornum til að njóta útiverunnar frá morgni til kvölds.
Ávaxtatré og fallegar plöntur eru í garðinum, sem er sérlega vel hirtur með gömlum ólívutrjám, sem klippt eru eins og listaverk.
Rafdrifið innkeyrsluhlið  og bílastæði fyrir a.m.k. 2 bíla
Rúmgóður bílskúr fyrir 2 bíla til viðbótar auk geymslu.

Staðsetning og aðstaða
Íþróttaaðstaða og tennis klúbbur í næsta nágrenni.
La Finca golfvöllurinn í  aðeins 3 mínútna akstursleið.
Ca. 15 mínútna akstur á hinar frábæru strandir í Guardamar del Segura
20-30 mínútna akstur á Alicante flugvöll.

Hér er um að ræða fallega og hlýlega lúxusvillu þar sem hvert smáatriði skiptir máli og er vel úthugsað af mikilli natni,
Allt er vel útfært, bæði innan- og utandyra, og hefur verið vandlega hannað og innréttað með áherslu á gæði og fegurð.
Þetta er hin fullkomna fjölskyldueign fyrir þá sem vilja njóta spænska lífsstílsins í fallegu og friðsælu umhverfi.
Húsið hefur verið mikið endurnýjað á mjög smekklegan máta.
Húsgögn, rafmagnstæki og húsbúnaður fylgir með.

Hér er um einstaka eign og staðsetningu að ræða, stutt frá nýja og flotta klúbbhúsinu á La Finca golfvellinum,  5* golf og spa hótel og nýjan og glæsilegan þjónustukjarna þar sem er að finna gæðaveitingastaði, vínsmökkun og verslanir. Einnig eru fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, t.d. Campoamor, Las Colinas, Villamartin, Las Ramblas, Lo Romero, Vistabella, Roda Golf,  La Marquesa og fleiri.
Ennfremur er stutt í skemmtilega bæi í næsta nágrenni, t.d. Algorfa, Benijofar og Ciudad Quesada.

Verð 770.000 Evrur. (111.600.000ISK miðað við gengi 1E=145ISK) + skattur og kostnaður við kaupin.

Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.

SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir.
Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca.13%.

Eiginleikar: sér garður, einkasundlaug, bílastæði, bílskúr, útsýni, golf, gestahús,
Svæði: Costa Blanca, La Finca, Algorfa,
 

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.