Lýsing
Húsið er 233,8 fm og þar af er bílskúr 49,1 fm. Stór gróin lóð með rúmgóðum palli til SV, heitur pottur.
Húsið er byggt 2006, fyrirhugað fasteignamat fyrir 2026 er 102.150.000.-
Eignin skiptist í forstofu, gesta salerni, opið rými með eldhúsi/ stofu/ borðstofu, sjónvarpshol, 5 rúmgóð svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, geymslu loft yfir bílskúr og rúmgóður bílskúr.
FÁ SÖLUYFRLIT
Nánari lýsing:
Forstofa: Björt og rúmgóð forstofa með skápaplássi, náttúruflísar á gólfi.
Gestasalerni: Snyrtilegt gestasalerni inn af forstofu, upphengt salerni, lítil vaskainnrétting, náttúruflísar á gólfi.
Eldhús: Rúmgott eldhús, hvít innrétting með dökkri borðplötu, búið er að draga í fyrir rafmangi og gasi til að útbúa eyju.
Stofa/borðstofa: Í opnu rými með eldhúsi, mjög rúmgóð og björt stofa, kamína, útgengt á pall, parket er á gólfi, lagt yfir náttúruflísar sem voru á alrými 2017.
Sjónvarpshol: Inn af stofu, parket á gófli
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi með góðu skápaplássi, parket á gólfi.
Barnaherbergi 1: Rúmgott, bjart, með skápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi 2: Rúmgott, bjart, með skápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi 3: Rúmgott, bjart, með skápum, parket á gólfi.
Barnaherbergi 4: Rúmgott, bjart, með skápum, parket á gólfi.
Baðherbergi: Stórt baðherbergi, upphengt salerni, stór og góð innrétting með góðu skápaplássi, baðkar/sturta, flísalagt í hólf og gólf. Baðherbergi var endurnýjað 2019.
Þvottahús: Tengi fyrir þvottavél og þurrkara, skápar fyrir ofan tæki, upphengar snúrur, flísalagt, útgengt á verönd með góðum útisnúrum, inngengt í bílskúr.
Bílskúr: Stór og snyrtilegur bílskúr, rafdrifinn hurðaopnari, innrétting, stýringar fyrir gólfhita, tvær útgönguleiðir annars vegar á bakvið hús og hins vegar á pall við inngang hússins. Flísar á gólfi.
Geymsla: Geymsluloft yfir öllum bílskúrnum.
Lóð: Húsið er klætt með Novabrick klæðningu. Gróinn og stór garður, stór pallur sem snýr til Suðvestur, heitur pottur, einnig er pallur og hellulagt meðfram öllu húsinu. Bílaplan er hellulagt.
Einkar fallegt, bjart og vel skipulagt fjölskylduheimili, stutt er í leik- og grunnskóla, íþróttahús og í náttúruna. Eign sem vert er að skoða.
Nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Ragnheiður Árnadóttir, löggiltur fastengasali í síma 697-6288 eða ragnheidur@helgafellfasteignasala.is
----------------------------------------------------------
Heimasíða Helgafells fasteignasölu
Facebook síða Helgafells
- Hafðu samband og við gerum söluverðmat á eign þinni, þér að kostnaðarlausu -
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af fasteignamati fyrir einstaklinga (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt í kringum 50þ., oft lægra eða ekkert lántökugjald fyrir fyrstu kaup. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Þjónustusamningur milli kaupanda og fasteignasölu - Kr. 92.380,- m/vsk.
Helgafell fasteignasala bendir kaupendum á ríka skoðunarskyldu sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga. Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.