Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Finnbogi Hilmarsson
Gunnlaugur A. Björnsson
Brynjólfur Snorrason
Ragnar Þorgeirsson
Sigríður Lind Eyglóardóttir
Ásdís Írena Sigurðardóttir
Elsa Björg Þórólfsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1954
svg
157,3 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur

Lýsing

Heimili fasteignasala kynnir í einkasölu: Hofteigur 20 - glæsileg sérhæð í góðu húsi, tvær stofur og þrjú svefnherbergi, útgangur af svölum niður í garðinn, hluti bílskúrs innréttaður sem íbúð.  Frábær staðsetning í Laugardalnum. 

Allar frekari upplýsingar veitir Finnbogi Hilmarsson fasteignasali, finnbogi@heimili.is - 895-1098. 


Sérinngangur er inn í íbúðina og er komið inn á flísalagt anddyri, innbyggður fataskápur. Stórt og bjart hol sem tengir saman rými íbúðarinnar, stór innfeldur fataskápur er í holinu.  Stór og björt parketlögð stofa, úr stofunni er útgangur út á svalir í suður og af svölunum eru tröppur niður á fallega lóðina sem er sérlega barnvæn. Rúmgóð og björt borðstofa með parketi, innfeldar rennihurðir eru á milli stofa auk hurðar úr holinu.  Mjög einfalt er að nýta borðstofuna sem fjórða svefnherbergið.  Rúmgott parketlagt eldhús sem hefur verið endurnýjað, falleg hvít innrétting með góðu skápaplássi, Miele tæki, góður borðkrókur og innfeld lýsing í lofti, tengi fyrir uppþvottavél.  Gluggar í eldhúsinu eru á tvo vegu og er fallegt útsýni að Laugarneskirkju. Baðherbergið var allt endurnýjað á vandaðan hátt árið 2024. Það er flísalagt í hólf og gólf og með fallegum innréttingum frá Brúnás, baðkar og sturta, sérsmíðaður lokaður skápur fyrir þvottavél og þurkara, Borðplata úr náttúrusteini frá S. Helgasyni, hiti í gólfi. Rúmgott hjónaherbergi með parketi á gólfi, nýlegur sérsmíðaður skápur frá Brúnas. Tvö barnaherbergi með parketi á gólfi. Innihurðar eru hvít lakkaðar og eru franskir gluggar eru í nokkrum þeirra sem gerir þær sérlega hlýlegar og eykur birtu innan íbúðarinnar.  Í kjallara er sameiginlegt þvottahús, sérgeymsla og einnig fylgir íbúðinni geymsluskápur.   
Bílskúrinn hefur verið mikið endurgerður sl. ár.  Hluti hans er stúdíóíbúð og fremri hlutinn er nýttur sem geymsla. Gluggar voru yfirfarnir og skipt um gler, sett ný bílskúrshurð, ný aðgangshurð, þak endurnýjað, sett ný einangrun og klæðning o.fl. Lagt hefur verið fyrir hleðslustöð fyrir rafmagnsbíl. Stúdíóíbúðin er með sérinngangi bakatil. Hún er parketlögð og skiptist í opið alrými þar sem er eldhúskrókur og stofa/svefnaðstaða. Baðherbergi með sturtuklefa.  Hellulagt bílaplan er fyrir framan bílskúrinn og hiti er í tröppum að húsinu. 
Falleg lóð í góðri rækt. Lóðin er barnvæn og m.a. með sandkassa og standi fyrir rólu. 

Eignin hefur fengið gott viðhald síðast liðin ár og má þar nefna:
Árið 2018 var settur nýr brunnur fyrir frárennsli og frárennslið endurnýjað út í brunn. 
Árið 2019 var þakjárn endurnýjað og þakkantur klæddur með blikki. 
Árið 2021 voru frárennslislagnir fóðraðar innan hússins.
Árið 2021 var skipt um rafmagnstengla og rofa. 
Árið 2021 var drenlögn mynduð og löguð eins og þurfti. Sett nýtt opnanlegt fag á baðherbergi og öll íbúðin máluð. 
Árið 2024 var skipt um glugga & gler í stofu og barnaherbergjum, aðrir gluggar yfirfarnir.
Árið 2024 var baðherbergi endurnýjað frá A-Ö, einnig sett greinatafla fyrir rafmagn tækja. 
Á árunum 2021 -2024 var bílskúrinn lagfærður og að mestu endurgerður. 
Árið 2023 var sett upp fullkomið öryggiskerfi frá Bláberg í íbúðinni og í bílskúrnum, ásamt snjall dyrabjöllu. 
 


Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002.  Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900. 
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
 
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.

img
Finnbogi Hilmarsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Heimili fasteignasala
Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone
img

Finnbogi Hilmarsson

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
10. jún. 2021
63.100.000 kr.
71.500.000 kr.
157.3 m²
454.545 kr.
31. jan. 2019
55.000.000 kr.
70.800.000 kr.
157.3 m²
450.095 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Heimili fasteignasala

Heimili fasteignasala

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík
phone

Finnbogi Hilmarsson

Grensásvegur 3, 2. hæð, 108 Reykjavík