Lýsing
Eignin Skógarás 6, 110 Reykjavík, er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 204-6648, birt stærð 101.4 fm, þar af er íbúðin 76,9 fm og bílskúr 24,5 fm.
Nánari lýsing:
Anddyri: Flísalagt með góðum fataskáp.
Stofa og borðstofa: Bjartar og rúmgóðar samliggjandi í opnu rými með parketi á gólfi. Útgengt er á skjólgóðan viðarpall sem er afmarkaður með grindverki.
Eldhús: Hvít viðarinnrétting og parket á gólfi.
Þvottahús/geymsla/búr: Inn af eldhúsi með góðu geymsluplássi.
Baðherbergi: Með hvítri innréttingu, neðri og efri skápum, baðkari og sturtuklefa. Dúkur á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott og bjart með parketi og góðum fataskápum.
Bílskúr: Með rafmagni, skolvaski og geymslulofti í hluta rýmisins.
Sameign: Hjóla- og vagnageymsla.
Annað:
Falleg og vel staðsett eign í rólegu og fjölskylduvænu hverfi. Örstutt í skóla, leikskóla, verslanir og stofnbrautir í allar áttir. Göngufæri í náttúruparadísir –á borð við Víðidal og Elliðaárdal, tilvalið fyrir útivistarfólk.
Sjón er sögu ríkari – bókið skoðun hjá Halldóri Frímannssyni í síma 660-5312 eða með tölvupósti á halldor@trausti.is.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.