Lýsing
Viltu fasteignir kynna Skyggnisbraut 26-28 , 113 Reykjavík(Úlfarsárdalur) Falleg, björt og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á jarðhæð. Svalir til suðurs. Eignin skiptist í forstofu, samliggjandi stofu/borðstofu og eldhús, svefnherbergi, baðherbergi með þvottaaðstöðu og geymslu innan íbúðar sem í dag er notuð sem heimaskrifstofa.
Á Sölusíðu eignarinnar er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einni er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana.
Eignin er skráð 63,4 m2 / Fasteignamat 2026 - 57.750.000 kr.
Nánari lýsing:
Forstofa: Frá sameign er gengið í góða forstofu með fataskáp. Harðparket á gólfi.
Stofa/borðstofa: Í rúmgóðu, opnu og björtu rými og með harðparket á gólfi. Frá stofu er gengið út á góðar suðursvalir íbúðarinnar.
Eldhús: Góð innrétting með efri skápum upp í loft. Innbyggð uppþvottavél. Eldhús er opið til borðstofu/stofu. Harðparket á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Góð innrétting, "labb-inn" sturta, upphengt klósett og handklæðaofn. Á baðherbergi er gert ráð fyrir þvottavél og þurrkara.
Svefnherbergi I: Rúmgott og bjart herbergi með harðparket á gólfi og fataskáp
Svalir: Út frá stofu eru góðar svalir til suðurs.
Geymsla: Innan íbúðar er geymsla sem í dag er notuð sem heimaskrifstofa.
Eignin er á frábærum stað við ræturs Úlfarsfells þaðan sem örstutt er í náttúru og útivist. Í hverfinu er leikskóli, grunnskóli, sundlaug og íþróttamiðstöð Fram.
Nánari upplýsingar veita Viltu fasteignir í síma 5835000 eða hvad@viltu.is
Í samræmi við 2.mgr. 14.gr. L.70/2015 er upplýst að starfsmaður fasteignasölunnar Viltu er tengdur seljenda fjölskylduböndum.
Nánari upplýsingar í síma 5835000 eða hvad@viltu.is
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.