
Opið hús: Brekkustígur 8, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 02 01 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 18. ágúst 2025 milli kl. 16:45 og kl. 17:30.
Lýsing
Um er að ræða þriggja herbergja íbúð á 1. hæð (ekki jarðhæð) í litlu steinsteyptu fjölbýlishúsi frá 1959.
Eignin er skráð 70,4 fm. skv. fasteignaskrá HMS, þar af er sérgeymlsa í sameign 3,7 fm.
Íbúðin sjálf var mikið endurnýjuð árið 2020 m.a. eldhús, baðherbergi og gólfefni.
Nánari lýsing;
Komið er inn í opið hol sem tengir aðrar vistarverur - þar er innbyggt fatahengi og efri skápur.
Eldhús og stofu eru sameiginleg í opnu alrými með stórum gluggum í suður sem tryggja gott birtuflæði.
Eldhúsið var endurnýjað 2020 með innréttingu frá Ikea, innfelldri uppþvottavél frá AEG og staðsteyptri borðplöt sem gefur mikinn karakter. Gott skápapláss og eyja með eldunaraðstöðu og aðstöðu fyrir 2-3 til að sitja við.
Stofan er rúmgóð og fellur saman með eldhúsi/borðstofu.
Svefnherbergi eru 2, aðalsvefnherbergið er rúmgott með upprunalegum skápum sem ná alveg upp í loft og eru góðar geymslur. Gengið er út á svalir sem snúa inn í inngarð mót vestri er frá hjónaherberginu.
Barnaherbergi er með fataskáp (var áður eldhús skv. upprunalegri teikningu).
Baðherbergi var endurnýjað 2020, þar er stór "walk-in" sturtuklefi með hömruðum glervegg, upphengt salerni og innrétting/handlaug.
Gólfefni er harðarparket frá Agli Árnasyni, fyrir utan hjónaherbergi - en gólfefni á það rými getur fylgt. Flísar á baðherbergi eru einnig frá Agli Árnasyni.
Einnig hefur húsið sjálft fengið gott viðhald á síðastliðnum árum og má þar helst nefna:
*** Þak endurnýjað fyrir þremur árum***
*** Gluggar, tréverk og múrverk yfirfarið og endurnýjað eftir þörfum***
*** Húsið málað 2022***
Í sameign á jarðhæð er sameiginleg hjólageymsla, sameiginlegt þvottahús þar sem hver er með sína vél
Allar nánari upplýsingar veitir Birgir Valur Birgisson í s. 777-2882 eða sala@esjafasteignasala.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Esja fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.