Lýsing
Miklaborg kynnir: Glæsilegt raðhús á frábærum stað í Úlfarsárdalnum. Húsið er glæsilega innréttað. Innanhúshönnun er eftir Berglindi Berndsen og Helgu Sigurbjarnardóttur . Góð lofthæð er í húsinu. Á teikningu eru þrjú svefnherbergi, en einnig hefur verið innréttað herbergi fyrir innan bílskúrinn, þannig að þau eru í raun fjögur. Á efri hæð eru góðar svalir og frá neðri hæð er gengt út á rúmgóðan pall með heitum og köldum potti.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg fast: vidar@miklaborg.is, s. 6941401
Efri hæð: Andyri er flísalagt með fataskáp. Þaðan er innangengt í bílskúr með vatni, hita og rafmagni.
Eldhús er með glæsilegri dökkri innréttingu, leðursteinn er á eyju, AEG spanhelluborð og ofn í vinnuhæð. Einnig er uppþvottavél Tvöfaldur ísskápur og frystir frá AEG.
Gestasnyrting er ,flísalögð í hólf og gólf.
Á hæðinni eru einnig stofa og borðstofa með útgengi á suðursvalir.
Neðri hæð: Flísalagður stigi er milli hæða.
Á neðri hæðinni eru þrjú svefnherbergi með skápum og rúmgott fjölskylduherbergi/sjónvarpsherbergi.
Gengt er á pall frá hjónaherberginu.
Baðherbergi með baðkari og sturtuklefa. Flísar á gólfi og hluta af veggjum.
Þvottahús er flísalagt með vaski og hillum.
Undir stiga er ágætt geymslurými.
Frá neðri hæð er gengt út á lóð, þar er pallur með heitum og köldum potti. ásamt litlum garði og geymsluskúr.
Þetta er vandað, vel skipulagt raðhús á frábærum stað i Úlfarsárdal.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson, viðskiptafræðingur og lögg fast: vidar@miklaborg.is, s. 6941401