Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Hafdís Rafnsdóttir
Dórothea E. Jóhannsdóttir
Sigurður Gunnlaugsson
Jón Gunnar Gíslason
Hafliði Halldórsson
Aðalsteinn Bjarnason
Margrét Rós Einarsdóttir
Guðný Ösp Ragnarsdóttir
Elka Guðmundsdóttir
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1931
svg
350,9 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
12 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Aukaíbúð

Lýsing


Fasteignasalan TORG kynnir : 
Til sölu félag sem heldur utan um rekstur á Gistiheimilinu Hvammur. Ný endurnýjuð eign að innan á öllum hæðum. Eignin sem að gistiheimilið er í að Ránarslóð 2, er í eigu félagsins. Eignin er mjög vel staðsett við höfnina með fallegu útsýni til sjávar og til jöklanna í vestri .
Gistiheimilið Hvammur  er með níu tveggja manna herbergi og eitt fjölskylduherberbergi fyrir fjóra með sameiginlegu baðherbergi og eldhúsaðstöðu auk þriggjar herbergja íbúðar í risi með sérinngangi. Gistiheimilið er afar vel staðsett í göngufæri við veitingastaði, sundlaug og góðar gönguleiðir. Nánar upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is

NÁNARI LÝSING : 

RISHÆÐ : Glæsileg Íbúð.
Komið er inn um sérinngang frá Bogaslóð í  forstofu með fatahengi, flísar á gólfi. Komið inn á gang með innbyggðum skápum, vinyl parket er á allri íbúðinni nema baðherbergi sem er með flísum á gólfi og veggjum að hluta og hita í gólfi. Eldhús með nýrri hvítri innréttingu með  helluborði, ofni og  örbylgjuofni sem og uppþvottavél. Stofa og borðstofa er opið rými,  útgengi út á suður svalir með glæsilegu útsýni. í stofu er svefnsófi fyrir tvo og sjónvarp einnig. Hjónaherbergi með tvöföldu rúmi og annað herbergi með tveimur einföldum rúmum. Baðherbergi með sturtu, innrétting við vask, þvottavél.  Frá forstofu er hringstigi niður á miðhæðina. Íbúðin rúmar allt að 6 manns í gistingu. Íbúðin hefur öll verið tekin í gegn frá A-Ö. Skipt um alla milliveggi, hurðir, gólfefni, vatnslagnir, ofnalagnir og raflagnir. Allar innréttingar nýjar ásamt tækjum.
MIÐHÆÐ : 
Fimm tveggja manna herbergi og eitt fjögurra manna fjölskylduherbergi.
Nýleg rúm í öllum herbergjum.
Nýtt gólfefni vinyl parket  á gangi og fjölskylduherbergi og flísar á baðherbergi 
hiti í gólfi á baðherbergi og sturtum
sturtur flísalagðar gólf og veggir.
ný ljós, náttborð, hillur og bekkir í öllum herbergjum
Öll hæðin nýmáluð. sem og ný ljós á gangi.
Tveir inngangar eru á þessa hæð hússins. Sex svefnherbergi ásamt salernum og sturtuaðstöðum. 
Úr fjölskylduherbergi er útgengt á pall með borði og bekkjum.
 Jarðhæð.
Fjögur tveggja manna herbergi
Nýleg rúm í öllum herbergjum 
Ný gólfefni vinyl parket og flísar og hiti í öllu gólfi
Ný aukasturta á jarðhæð flísalagt gólf og veggir
klósett nýtt, flísalagt gólf og veggir
Nýmáluð öll jarðhæðin og ljós ný
Ný ljós, náttborð, hillur og bekkir í herbergjum 
Ný eldhúsinnrétting með helluborði, örbylgjuofni og uppþvottavél. Ísskápur.
Ný borð og stólar.
Setustofu með sjónvarpi. Innaf eldhúsi er rúmgóð geymsluaðstaða. Þvottahús og nett geymsla er einnig á jarðhæðinni. 

Öll herbergin eru með sameiginlegu baðherbergi og sameiginlegri eldhúsaðstöðu á jarðhæð Inni á flestum herbergjum er vaskur.
Jarðhæð og Miðhæð voru tekin í gegn í vetur, allt nýtt á gólfum og nýmálað.
Íbúð var tekin í gegn 2024 allt nýtt.
Næg bílastæði eru við húsið að framan en einnig er sér bílastæði fyrir risíbúð fyrir ofan húsið.

Heimasíða fyrirtækisins, sjá hér : https://guesthouseinhofn.is/

Nánar upplýsingar veitir Helgi Jónsson Löggiltur fasteignasali í síma : 780-2700 eða á Helgi@fstorg.is
 


 

Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
14. okt. 2016
22.990.000 kr.
115.000.000 kr.
350.9 m²
327.729 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Fasteignasalan TORG

Fasteignasalan TORG

Garðatorgi 5, 210 Garðabæ
phone