Lýsing
Miklaborg kynnir: Funafold 93, 112 Reykjavík, samtals 327,7 fm. Einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð/sérinngangur (2ja herbergja) ásamt glæsilegum garði, tvennum svölum og verönd ásamt heitum potti. Tvöfaldur bílskúr. Næg bílastæði. Sömu eigendur frá upphafi. Hús sem var vel byggt og fengið gott viðhald í gegnum tíðina. Tvö fastanúmer en eignin verður seld í heild sinni. Gólfefni eru flísar og parket. Hiti í stétt fyrir framan bílskúra og niður með húsinu. Innangengt úr bílskúrnum í forstofuna.
Íbúðarrými samtals 288,1 fm á tveimur hæðum ásamt 39,6 fm bílskúr (tvöfaldur) með vatni, hita og rafmagni, samtals 327,7 fm.
Opið hús sunnudaginn 17. ágúst kl. 13:00-14:00, allir áhugasamir velkomnir.
Efri hæð: Flísalögð forstofa m/fataskáp og fatahengi. Stofa, borðstofa og sólstofa saman í opnu rými. Mikið útsýni. Útgengt út á svalir í suð-vestur. Fínt eldhús með hvítri innréttingu og eyju, steinn í borðplötu og fallegum gluggum. Baðherbergi með innréttingu, baðkari og sér sturtuklefa. Hjónaherbergi á þessari hæð með fataskápum þar sem útgengt er út á svalir í suð-austur. Fallegur steyptur stigi niður.
Neðri hæð: Þar er stórt alrými með einu svefnherbergi í dag en auðvelt að setja upp annað ef vill. Útgengt út á verönd með heitum potti. Tvær geymslur ásamt þvottahúsi með innréttingu. Lítið baðherbergi með sturtuklefa.
Sér íbúð 2ja herbergja með sérinngangi á vesturhlið (líka innangengt frá stiga). Forstofa, fataskápar og geymsla undir stiga. Stofa og borðstofa saman í opnu rými ásamt sjónvarpsholi. Rúmgott svefnherbergi með skápum. Baðherbergi með sturtuklefa og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Í heildina flott eign sem býður uppá mikla möguleika. Nánari upplýsingar gefur Gústaf Adolf lgf., gustaf@miklaborg.is / 895-7205