Upplýsingar
Verðsaga
Byggt 1983
124,4 m²
4 herb.
1 baðherb.
3 svefnh.
Þvottahús
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 17. ágúst 2025
kl. 14:30
til 15:00
Opið hús: Næfurás 15, 110 Reykjavík, Íbúð 02 02. Eignin verður sýnd sunnudaginn 17. ágúst 2025 milli kl. 14:30 og kl. 15:00.
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð með glæsilegu útsýni yfir Rauðavatn í Reykjavík. Íbúðin er á annarri hæð í litlu sex íbúða fjölbýlishúsi. Aðkoma er góð og er nóg af bílastæðum á lóð. Samkvæmt fasteignamati er íbúðin skráð 124,4 fm og þar af sér geymsla í kjallara 5 fm. Íbúðin er opin og sérstaklega björt. Svefnherbergi eru rúmgóð. Baðherbergi er nýlegt. Snyrtileg og gróin lóð.Nánari lýsing:
Gengið er inn í rúmgóða forstofu með fataskápum og parketi á gólfi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í sameiginlegu rými með parketi á gólfi. Stórir og bjartir gluggar með miklu útsýni taka á móti þegar gengið er inn. Eldhúsinnrétting er með hvítri innréttingu. Pláss er fyrir eldaeyju í eldhúsi en veggur sem skildi eldhús frá stofu var nýlega tekinn niður. Ofn er í vinnuhæð og er tengi fyrir uppþvottavél. Parketlagt þvottaherbergi er inn af eldhúsi með innréttingu og hillum. Parketlagt hol er í miðri íbúð sem mögulegt er að nýta sem sjónvarpshol. Baðherbergið er nýlega standsett með flísum á gólfi og veggjum sem ná upp í loft. Nýtt baðkar með sturtu og innbyggðum blöndunartækjum. Rúmgóð innrétting er við vask. Hjónaherbergið er parketlagt og með fataskáp. Útgengt á suð-vestur svalir úr hjónaherbergi.
Barnaherbergin sem bæði eru rúmgóð eru parketlögð og er annað þeirra með fataskáp. Lítil geymsla er innan íbúðar auk þess sem sér geymsla er í kjallara. Í sameign er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.
Samkvæmt upplýsingum sem seljanda var gefið þegar þau keyptu íbúðina var húsið endurnýjað að hluta á árunum 2019-2020. Skipt hafi verið um glugga og gler á austurhlið, skipt um þakrennur, þakkant og þak málað. Þá var múrviðgert og málað á austurhlið.
Vel skipulögð íbúð á fjölskylduvænum stað þar sem stutt er í leik-og grunnskóla. Íþróttasvæði Fylkis er í göngufæri sem og Árbæjarsundlaug. Stutt í góðar gönguleiðir við Rauðavatn. Fasteignamat vegna ársins 2026 verður kr. 82.100.000,-
Nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson Lögg. fasteignasali/leigumiðlari, í síma 824-9098, tölvupóstur hilmar@eignamidlun.is eða skrifstofa Eignamiðlunar í síma 588-9090
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
7. júl. 2021
47.900.000 kr.
54.500.000 kr.
124.4 m²
438.103 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025