Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Páll Þórólfsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir
Hlynur Bjarnason
Dagrún Davíðsdóttir
Jason Kr. Ólafsson
Sverrir Pálmason
Vista
fjölbýlishús

Bárugata 33

101 Reykjavík

131.900.000 kr.

982.861 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2001518

Fasteignamat

97.750.000 kr.

Brunabótamat

64.970.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1931
svg
134,2 m²
svg
5 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 20. ágúst 2025 kl. 16:30 til 17:45

Opið hús: Bárugata 33, 101 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 01 01. Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 16:30 og kl. 17:45.

Lýsing

Betri Stofan Fasteignasala og Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna einstaklega fallega, bjarta og sjarmerandi 134,2fm, 5 herbergja hæð með sérinngangi á 1.hæð frá götu, jarðhæð frá garði. Rúmgóður sérafnotaflötur í garði með viðarverönd, útgengt frá stofu. Eigninni fylgir einnig sérstæður bílskúr og sérbílastæði með snjóbræðslu og rafmagnshleðslustöð fyrir framan bílskúr sem rúmar 2 bíla. 

Einkar falleg hæð með aukinni lofthæð og gullfallegri gluggasetningu í fallegu þríbýlishúsi teiknað af Pétri Ingimundarsyni byggingameistara á besta stað í gamla vesturbænum. Eignin er afar vel skipulögð þar sem gengið er inn um sérinngang og komið inn í forstofu. Úr forstofu er komið inn í gang sem tengir saman flest rými hæðarinnar. Af gangi er gengið inn í 2 samliggjandi afar fallegar, opnar og bjartar stofur með útgengi út á sérafnotaflöt með viðarverönd til suðurs og út í garð. 3 rúmgóð herbergi, öll með skápum. Gengið í tvö af þeim úr gangi og eitt úr annarri stofunni. Af gangi er svo einnig gengið inn í eldhús með nýlegri innréttingu, tækjum og upphengdum hillum ásamt baðherbergi sem var endurnýjað og standsett árið 2005. 2 sérgeymslur í sameignargangi í kjallara  Lóðin er til suðurs, stór, gróin og falleg með tyrfðri flöt og afgirt. Frábær staðsetning í fallegu hverfi á besta stað í bænum.


Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@betristofan.is

Nánari lýsing:
Stigapallur: Gengið upp sameiginlegan steyptan stigapall. Sér inngangur af stigapalli.
Forstofa: Komið inn í forstofu um sérinngang.
Gangur: Úr forstofu er komið inn í gang sem tengir flest rými hæðarinnar.
Borðstofa/stofa: Rúmgóðar, afar fallegar samliggjandi stofur með aukinni lofthæð, fallegum listum í lofti og fallegum gluggum. Útgengt út á stóran og góðan sérafnotareit með viðarverönd.
Sérafnotareitur: 20fm viðarverönd útfrá stofu í garði. Leyfi liggur fyrir í húsfélaginu að stækka veröndina um ca. 5 fermetra eða út suðurvegg hússins.
Eldhús: Endurnýjað árið 2020 með fallegri neðri innréttingu með innbyggðum blástursofni, spanhelluborði og uppþvottavél. Upphengdar opnar hillur fyrir ofan innréttingu ásamt upphengdum háf fyrir ofan helluborð.
Baðherbergi: Baðherbergi endurnýjað og standsett árið 2005. Opin sturta með glervegg, upphengt salerni, handklæðaofn, skápur ásamt baðinnréttingu með opnum neðri skáp með handlaug ofan á ásamt stórum spegli fyrir ofan vask. Flísalagt í hólf og gólf.
Svefnherbergi I: Inn af borðstofu. Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Við enda gangar. Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi: III: Við enda gangs. Gott barnaherbergi með tvöföldum fataskáp.
Geymslur: Tvær sérgeymslur í kjallara. 0,6fm & 8,5fm.

Bílskúr: Stakstæður, skráður 17,1fm með heitu og köldu vatni ásamt rafmagni. Rafmagnshleðslustöð á bílskúr. Sér bílastæði í aðkeyrslu að bílskúr, rúmar 2 bíla. Snjóbræðsla í aðkeyrslu.

Sameign: Sameiginlegt þvottaherbergi, með glugga, sér tenglum fyrir hverja íbúð og niðurfalli í gólfi. Sameiginlegt þurrkherbergi, með glugga, lakkað gólf. Sameiginlegur stigagangur með rishæð.

Garður: Sameiginlegur gróinn og fallegur bakgarður til suðurs, tyrfður og með fallegum trjám.

Lóð: 468,3 FM EIGNALÓÐ.

Afar falleg 5 herbergja sérhæð í fallegu húsi í afar vinælu hverfi í gamla vesturbænum. Stutt í alla helstu verslun og þjónustu. Skólar á öllum stigum í nágrenninu. Þá er miðbærinn með allt sem hann hefur uppá að bjóða í göngufæri. 

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@betirstofan.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignamiðlun fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.





Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af ef að kaupum verður:
1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.  
2. Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá.

Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
12. jún. 2020
61.950.000 kr.
72.000.000 kr.
134.2 m²
536.513 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Betri Stofan Fasteignasala

Betri Stofan Fasteignasala

Borgartúni 30, 105 Reykjavík
phone