Lýsing
Heimili Fasteignasala og Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu fallega og vel skipulagða 3ja – 4ra herbergja íbúð með sér inngangi á 2. hæð í nýlegu lyftuhúsi við Bjarkavelli 1B í Hafnarfirði. Útgengt út á mjög rúmgóðar svalir frá stofunni. Rólegt og barnvænt umhverfi. Bæði skóli og leikskóli í hverfinu. Stutt er í alla þjónustu t.d. Bónus. Skemmtilegar gönguleiðir, sundlaug og líkamsrækt í göngufæri.
Nánari lýsing
Komið er inn í rúmgóða flísalagða forstofu með góðum forstofuskáp og þaðan gengið inn í bjarta og rúmgóða stofu og eldhús með parketi á gólfum, útgengt er úr stofu út á rúmgóðar svalir. Í eldhúsi er falleg innrétting frá Axis, harðplast á borðum og flísar á milli skápa. Keramik helluborð og bakarofn frá Electrolux, háfur frá Amica og tengi fyrir uppþvottavél. Glæsilegt og rúmgott flísalagt baðherbergi með „walk inn“ sturtu, upphengdu salerni og vaski í fallegri innréttingu frá Axis. Tvö rúmgóð svefnherbergi með góðum skápum og parketi á gólfum. Geymsla inn af forstofu með stórum glugga sem auðveldlega má nýta sem lítið barnaherbergi. Þvottahúsið er sameiginlegt á hæðinni og er íbúðin er með sér tengi þar fyrir þvottavél og þurrkara. Næg bílastæði eru við húsið og sameiginlegur garður/leiksvæði á bak við húsið.
Hér er um að ræða virkilega rúmgóða og smart íbúð í nýju og spennandi íbúðarhverfi í Hafnarfirði í næsta nágrenni við hafið og náttúruna. Örstutt í alla helstu þjónustu, verslanir, sundlaug, skóla, leikskóla og íþróttamiðstöð.
Sjón er sögu ríkari!
Frekari upplýsingar veitir Anna Sigurðardóttir löggiltur fasteignasala, sími 898-2017 netfang as@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.