Eignin verður sýnd miðvikudaginn 20. ágúst 2025 milli kl. 17:15 og kl. 17:45.
Lýsing
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., brynjolfur@heimili.is
Nánari lýsing.
Anddyri/forstofa: Gengið upp í forstofu eignar um fallegan bogadreginn stiga. Yfir stiganum er gluggi sem gefur góða birtu í rýmið og í forstofu er ágætt fatahengi.
Forstofuherbergi: Rúmgott og bjart, er í dag nýtt sem geymsla/vinnuherbergi. Á gólfi er parket.
Stofa: Frá forstofu er gangur sem leiðir inn í stofu eignar sem er björt með gluggum til suðurs. Á gólfi eru gegnheil eikarborð.
Eldhús: Í opnu rými með stofu, endurnýjað árið 2020, falleg innrétting, góð vinnuaðstaða, mikið skápapláss, gluggi til norðurs og ágætur borðkrókur. Á gólfi eru gegnheil eikarborð.
Barnaherbergi: Er með gluggum til suðurs og gegnheilum eikarborðum á gólfi. Herbergið var útbúið úr hluta af stofu, hægt að breyta aftur til fyrra horfs.
Svefnherbergisgangur: Geymir hjónaherbergi og baðherbergi eignar. Gluggi til norðurs og og gegnheil eikarborð á gólfi.
Hjónaherbergi: Rúmgott, parket á gólfi, stórir fataskápar innan herbergis og útgengi á vestur svalir. Á gólfi er parket.
Baðherbergi: Baðkar með sturtuhaus, ágæt innrétting, tengi fyrir þvottavél, stór spegill og gluggi með opnanlegu fagi. Á veggjum við baðkar og sturtu eru Viroc plötur og á gólfi eru vínylflísar.
Eign tilheyrir þakrými (matshl. 0301) sem er yfir öllu íbúðarrýminu sem býður upp á margskonar möguleika. Í kjallara húseignar er sérgeymsla íbúðar ásamt sameiginlegu þvottahúsi og vestan við húsið er sameiginlegt bílastæði.
Skv. upplýsingum frá seljendum hefur eldhús og bað verið endurnýjað í þeirra tíð, lögð þar ný gólfefni sem og í stofu og í barnaherbergi og skipt um ofna í stofu og í eldhúsi.
Falleg og vel skipulögð eign á rólegum stað í miðbæ Reykjavíkur en steinsnar frá öllu því sem miðbærinn hefur upp á að bjóða!
Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Snorrason, lgfs., brynjolfur@heimili.is
Heimili fasteignasala - á traustum grunni frá 2002. Vegna mikillar eftirspurnar á markaði vantar okkur fleiri eignir á söluskrá. Hafið samband í síma 530-6500 eða sendið okkur tölvupóst á heimili@heimili.is og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Heimili fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar í samræmi við gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda er kr. 79.900.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á af viðkomandi sveitarfélagi.
Heimili fasteignasala – á traustum grunni frá 2002.
Grensásvegi 3, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Upplýsingar um starfsfólk má finna á heimasíðu Heimili og á Facebook.