Upplýsingar
Byggt 1959
83,6 m²
3 herb.
1 baðherb.
2 svefnh.
Sameiginl. inngangur
Lýsing
Eignamiðlun kynnir:
Mjög falleg og björt 3ja herb. 83,6 fm íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsið við Stigahlíð 16. Íbúðin skiptist m.a. í stofu / borðstofu, eldhús, tvö herbergi og baðherbergi. Sér geymsla er í kjallara. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi í sameign. Einnig er sameiginleg hjóla- og vagnageymsla.Nánari uppl. veitir: Magnea S. Sverrisdóttir lg. fasteignasali s. 861 8511, magnea@eignamidlun.is
Nánari lýsing:
Forstofa: komið er inn í flísalagða forstofu með skápum.
Stofa / borðstofa: Samliggjandi stofa og borðstofa. Gólf er parketlagt. Svalir til suðurs.
Eldhús: Viðarinnrétting er í eldhúsi. Lögn fyrir uppþvottavél. Borðkrókur. Gólf er parketlagt.
Herbergi: Parketlagt herbergi er inn af stofum.
Hjónaherbergi: Dúklagt hjónaherbergi með skápum.
Baðherbergi: Flísalagt baðherbergi með sturtuklefa. Gluggi er á baðherbergi. Lögn fyrir þvottavél er á baðherbergi.
Geymsla: Sér geymsla er í kjallara.
Nýlegir gluggar (og gler) eru í eldhúsi, baðherbergi, hjónaherbergi og annarri stofunni.
Framkvæmdir utanhúss:
Járn á þaki hússins hefur verið endurnýjað. Árið 2016 voru frárennslislagnir frá húsi endurnýjaðar og sett var dren við húsið. Hiti er í gangstétt fyrir framan húsið. Rafmagnstafla í sameign hússins hefur verið endurnýjuð. Nýleg millihurð er í forstofu (í sameign hússins).
Framkvæmdir standa nú yfir við húsið og er áætlað að þeim ljúki árið 2025, sjá nánar í yfirlýsingu húsfélags.
ATH. Utanhússmyndir eru teknar í lok maí 2025 áður en framkvæmdir hófust (stillansar eru nú við húsið garðmegin)
Húsið er staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Stutt er í leikskóla, skóla og alla helstu þjónustu.
***
Ábyrg þjónusta í áratugi. Eignamiðlun var stofnuð 1957 og er elsta starfandi fasteignasala á Íslandi. Reynsla, heiðarleiki og þekking á fasteignamarkaðnum eru grunnur að farsælum viðskiptum.
Eignamiðlun Grensásvegi 11, 108 Reykjavík - Opið frá kl. 9-17 mánudaga til fimmtudaga og 9-16 á föstudögum.
Heimasíða Eignamiðlunar
Eignamiðlun á Facebook