Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Stefán Ólafsson
Friðrik Halldór Brynjólfsson
Vista
svg

44

svg

32  Skoðendur

svg

Skráð  18. ágú. 2025

raðhús

Flúðabakki 5E

540 Blönduós

57.300.000 kr.

588.296 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2536642

Fasteignamat

36.850.000 kr.

Brunabótamat

55.550.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 2025
svg
97,4 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sérinngangur

Lýsing

Domus Fasteignasala á Blönduósi kynnir til sölu Flúðabakka 5 á Blönduósi.

Glæsilegar nýjar raðhúsíbúðir á Flúðabakka 5 – Frábær staðsetning og vandaður frágangur!

Flúðabakki 5E er glæný, björt og vel skipulögð miðjuíbúð í raðhúsi í fallegu og fjölskylduvænu hverfi. Íbúðin er með sérinngangi, sérpalli og sérafnotarétti bæði að framan og aftan. Tvö bílastæði fylgja íbúðinni – þar af eitt stæði fyrir hreyfihamlaða.

Helstu kostir:

-Gólfhiti í allri íbúð með hitastillum í hverju rými
-Spanhelluborð, innbyggður ísskápur, uppþvottavél og bakaraofn – allt frá AEG
-Vandaðar innréttingar frá HTH í eldhúsi, baðherbergi og forstofu
-Flísalagt baðherbergi og forstofa, veggir með rakaþolnum klæðningum
-Gluggar og hurðir eru Rational frá Húsasmiðjunni – ál/timbur
-Grunnkerfi fyrir rafbílahleðslu við hvert bílastæði
-Vélrænt loftræstikerfi með ferskloftsventlum og hljóðsíu
-Ljósleiðari og CAT5e nettenging í öllum rýmum
-Snjóbræðsla á helstu gönguleiðum

Bygging og efnisval:

-Húsið byggt úr timbri og steypu með báruálklæðningu
-Þak og veggir einangraðir með steinull
-Timburpallur úr gagnvörðu furutré fylgir hverri íbúð
-Hellulögð gönguleið um lóð
-Sorpgerði og bílastæði eru sameiginleg, snyrtilega frágengin

Nánar um afhendingu:
Íbúðirnar eru afhentar fullfrágengnar með öllum helstu innréttingum, heimilistækjum og gólfefnum. Þvottaaðstaða er á baðherbergi og allar lagnir til staðar. Raflagnir, lýsing í eldhúsi og baði og öll hönnun fylgir staðli um vandaðan frágang. 

Einstaklega hentugt fyrir eldri borgara eða fólk sem sækist eftir einföldu og þægilegu húsnæði!

-Allt á einni hæð – engar tröppur, sem tryggir þægindi og aðgengi fyrir alla, óháð hreyfigetu.
-Sérinngangur, stutt frá bílastæði og örugg umhverfi – einfalt að koma og fara.
-Snjóbræðsla í gönguleiðum að sorpgerði og bílastæði fyrir hreyfihamlaða – vetraraðstæður verða minna mál.
-Rólegt og vinalegt hverfi, tilvalið fyrir þá sem vilja njóta friðsældar og nálægðar við alla helstu þjónustu.
-Viðhaldslétt nýbygging með gólfhita og álklæðningu – minni áhyggjur, meiri lífsgæði.

Upplýsingar veita Friðrik Halldór Brynjólfsson löggiltur fasteignasali s 662-8034 domus@domus.is
eða Stefán Ólafsson hrl. löggiltur fasteignasali s 891-9425 stefano@pacta.is



Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Domus Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda kr. 64.480 kr.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

img
Stefán Ólafsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Domus Fasteignasala
Þverbraut 1, 540 Blönduósi
Domus Fasteignasala

Domus Fasteignasala

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
phone
img

Stefán Ólafsson

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
Domus Fasteignasala

Domus Fasteignasala

Þverbraut 1, 540 Blönduósi
phone

Stefán Ólafsson

Þverbraut 1, 540 Blönduósi