Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Samúelsson
Andri Sigurðsson
Sveinn Eyland
Ingibjörg Agnes Jónsdóttir
Guðrún Diljá Lúðvíksdóttir
Monika Hjálmtýsdóttir
Júlíus Jóhannsson
Freyja Rúnarsdóttir
Jón Óskar Karlsson
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1980
svg
191,7 m²
svg
6 herb.
svg
2 baðherb.
svg
4 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Bílskúr
svg
Sérinngangur
Opið hús: 25. ágúst 2025 kl. 17:15 til 17:45

OPIÐ HÚS AÐ MELBÆ 24, 110 REYKJAVÍK, MÁNUDAGINN 25. ÁGÚST FRÁ KL. 17:15-17:45. ALLIR VELKOMNIR!

Lýsing

LANDMARK fasteignamiðlun ehf. og Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali (s: 690 3111 / andri@landmark.is) og félagsmaður í Félagi fasteignasala kynna í einkasölu:

Um er að ræða mikið endurnýjað raðhús á tveimur hæðum ásamt bílskúr við Melbæ 24 í Árbænum. Birt stærð samkvæmt skráningu HMS er 191,7 fm, og skiptist þannig að neðri hæðin er 83 fm og efri hæðin 85,9 fm ásamt 22,8 fm bílskúr. Árið 2018 – 2022 var húsið mikið endurnýjað að innan. Þakkanturinn var endurnýjaður árið 2020 og var húsið ásamt gluggum málað að utan árið 2024.     
 
Nánari lýsing neðri hæðar: Komið er inn í forstofu og innaf forstofunni er flísalagt gestasalerni með glugga. Frá forstofu tekur við miðrými. Á hægri hönd er glæsilegt mikið endurnýjað eldhús með hvítri innréttingu sem er opið inn í stofu. Parketlagður borðkrókur. Þvottahús með innréttingu en þvottahúsið er einnig nýtt sem geymsla. Sérinngangur er inn í þvottahúsið. Gengið niður tvær tröppur í stóra stofu með aukinni lofthæð. Frá þessu rými er gengið út á nýlegan timburpall með heitum potti, saunu og köldum potti ásamt geymsluskúr og útigrilli. Í saunuhúsinu er innrétting og ísskápur.
 
Nánari lýsing efri hæðar
: Komið er inn í hol með parketi á gólfi. Fjögur svefnherbergi eru á efri hæðinni og er fataskápur í þremur herbergjanna. Frá efri hæðinni er unnt að ganga út á svalir. Baðherbergi með baðkari og sér sturtu, upphengt salerni, handklæðaofn og gluggi. Eigninni fylgir bílskúr sem er með sjálfvirkum hurðaopnara, heitu og köldu vatni, geymslulofti og tengi fyrir rafmagnsbíl. Í bílskúrnum er innrétting og vínskápur. Hiti í stéttum fyrir framan húsið og einnig er gólfhiti á efri palli neðri hæðar. Gólfefni: parket og flísar er á gólfum í húsinu.
 
Við húsið stendur geymsluskúr sem skiptist í ruslatunnugeymslu og geymslu fyrir garðverkfæri, grill. Húsinu fylgir einnig hlutdeild í sameiginlegum bílskúr í bílskúrslengjunni og sérmerkt bílastæði.
 
Góð staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu t.d skóla og leikskóla sem og íþróttasvæði Fylkis, matvöruverslunina Krónuna, Elliðaárdalinn og Árbæjarlaug.

Allar nánari upplýsingar veitir og bókun á skoðunartíma: Andri Sigurðsson Löggiltur fasteignasali í síma 690 3111 eða andri@landmark.is

Umsagnir viðskiptavina HÉR
Fylgdu mér á Facebook
Fylgdu mér á Instagram

Pantaðu FRÍTT söluverðmat á www.frittsoluverdmat.is
 

Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.

Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.

Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat

img
Andri Sigurðsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
LANDMARK fasteignamiðlun
Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone
img

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
31. júl. 2018
52.100.000 kr.
68.800.000 kr.
191.7 m²
358.894 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
LANDMARK fasteignamiðlun

LANDMARK fasteignamiðlun

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur
phone

Andri Sigurðsson

Hlíðasmári 2, 201 Kópavogur