Opið hús: Nökkvavogur 9, 104 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 00 01. Eignin verður sýnd mánudaginn 25. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
Lýsing
Nánari lýsing
Parketlagt hol miðsvæðis í íbúðinni.
Herbergi 1, gott barnaherbergi með parketlögðu gólfi.
Herbergi 2, rúmgott hjónaherbergi með parketlögðu gólfi.
Stofa með gluggum á tvo vegu og parketlögðu gólfi.
Eldhús með fallegri nýlegri innréttingu með góðu skápaplássi, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél.
Baðherbergið er rúmgott með flísum í hólf og gólf, sturtuklefi með gler sturtuskjóli, opnanlegur gluggi og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Garður, Stór afgirtur garður er umhverfis húsið með snyrtilegri hellulagðri aðkomu. Stór sameiginleg verönd með skjólveggjum er í garði sem og sameiginlegur geymsluskúr. Snyrtileg hellulögn í innkeyrslu og garði.
Endurbætur, húsinu hefur verið sérlega vel við haldið og að sögn eiganda hefur eftirfarandi verið gert:
2008: Skipt um þak. Skipt um alla glugga á annari hæð og í risi og skipt um alla glugga utan við fjóra á fyrstu hæð.
2013/2014: Húsið klætt að utan með bárujárni.
2016: Dren metið og allt endurnýjað utan við inngangshlið húss, það var metið í lagi. Skipt um alla glugga í íbúð og gluggar stækkaðir í stofu og herberginu við hlið stofu.
2017: Skólp myndað og metið. Lögn fóðruð frá kjallara og út í brunn.
2017-18: Jarðhæðar íbúð endurnýjuð: Gólf flotað í allri íbúð utan við baðherbergi. Vínyl gólfefni lagt á alla íbúð, hitalagnir endurnýjaðar. Allir ofnar endurnýjaðir. Allt nýtt í eldhúsi. Allir skápar og tæki frá IKEA. Hurðir innan íbúðar nýjar. Fræst fyrir nýjum tenglum og rofum ásamt lagnastokki fyrir upphengdu sjónvarpi.
2019: Múrviðgerðir á grunni hússins. Grunnur slípaður upp og gert við sprungur og vatnsbretti, múraður og málaður. Skipt út koparlögnum í hitagrind. Skipt út þrýstijöfnurum. Snjóbræðsla fyrir innkeyrslu tengd og komið fyrir hitainnspítingu og þrýstiaukadælu.
2022: Tröppur að íbúðinni voru gerðar upp ásamt því að sett var handrið. Einnig var sameiginlega rýmið á jarðhæðinni flísalagt.
2024 Settar snjógildrur á þak og hol í sameign málað.
2025 Húsið allt málað að utan,. Ný útihurð á jarðhæð. Nýjar öryggismyndavélar utanhúss.
Þetta er sérlega falleg og snyrtileg eign í vel viðhöldnu húsi. Frábær staðsetning innarlega í rólegri botngötu miðsvæðis í Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Sigþór Bragason, löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali, í síma 899 9787, eða sendu fyrirspurn með tölvupósti á sb@gimli.is
Gimli fasteignasala leggur áherslu á traust, áreiðanleika og góða þjónustu.
Það er okkar trú að það skipti öllu máli í fasteignaviðskiptum að viðskiptavinurinn fái trausta og góða þjónustu. Við hjá Gimli höfum stundað fasteignaviðskipti með farsælum hætti í meira en fjóra áratugi. Hjá okkur starfa sérhæfðir og reyndir fasteignasalar sem sinna stórum sem smáum verkefnum af nákvæmni og þekkingu sem skilar árangri.
Hvar erum við?
Gimli Fasteignasala er staðsett á jarðhæð í Skipholti 35 í Reykjavík en einnig rekum við söluskrifstofu að Eyrarvegi 29. 2 hæð á Selfossi.
Við höfum opið frá 10-15 mánudaga til föstudaga. Sláðu á þráðinn eða líttu við hjá okkur í Skipholtinu næst þegar þú átt leið hjá. Við erum alltaf með heitt á könnunni.
Gimli gerir betur...