Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Sigurður Fannar Guðmundsson
Jens Magnús Jakobsson
Sveinbjörn Rosen Guðlaugsson
Vista
svg

181

svg

130  Skoðendur

svg

Skráð  21. ágú. 2025

fjölbýlishús

Mánatún 1

105 Reykjavík

106.900.000 kr.

972.702 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2362502

Fasteignamat

92.900.000 kr.

Brunabótamat

81.080.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2017
svg
109,9 m²
svg
3 herb.
svg
1 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Útsýni
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Bílastæði
svg
Lyfta

Lýsing

TVÖ BÍLASTÆÐI FYLGJA ÍBÚÐINNI.
Eignaland fasteignasala kynnir í einkasölu: Fallega og bjarta 3ja herbergja 109,9 fermetra endaíbúð með gluggum í 3 áttir, fallegu útsýni og yfirbyggðum opnanlegum svölum til suðurs í vönduðu fjölbýlishúsi við Mánatún í Reykjavík. Íbúðin er vel skipulög og fermetrar nýtast vel. Lofthæð í íbúðinni er meiri en gengur og gerist eða um 3,0 metrar.

Tvö sérmerkt bílastæði í lokaðri, upphitaðri og loftræstri bílageymslu í kjallara hússins fylgja íbúðinni.  

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is 

Eignin er sýnd eftir samkomulagi.


Lýsing eignar:
Forstofa, parketlögð og rúmgóð með fataskápum með speglahurðum.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, gólfhiti, innrétting, vegghengt wc, handklæðaofn og baðkar með sturtuaðstöðu.
Hjónaherbergi, mjög rúmgott, parketlagt og með miklum fataskápum með speglahurðum.
Úr hjónaherbergi er fallegt útsýni að Esjunni, Móskarðshnúkum og víðar.
Barnaherbergi, parketlagt og rúmgott með fataskápum.
Þvottaherbergi, flísalagt og með innréttingum með stæði fyrir vélar í vinnuhæð. Vinnuborð með vaski og hillur.
Eldhús, bjart og fallegt, opið við stofu og með gluggum til austurs. Fallegar eikarinnréttingar með hvítum skápum að hluta og eyja með helluborði.
Stofur, bjartar, parketlagðar og rúmgóðar með gluggum til austurs og suðurs og útgengi á yfirbyggðar opnanlegar svalir til suðurs með viðarklæddu gólfi.

Í kjallara hússins eru:
Tvö sérmerkt bílastæði í lokaðri og upphitaðri bílageymslu. Stæðin eru merkt E-30 og E-109 og mögulegt er að setja upp rafhleðslustöðvar við bílastæðin þar sem það hefur verið gert við fjölda stæða.
Sér geymsla, með mjög mikilli lofthæð og loftræstingu.  Rafmagn í geymslu er á sérmæli og því auðvelt að hafa t.d. frystikistu í geymslunni.

Á jarðhæð hússins er sameiginleg hjólageymsla, flísalögð og rúmgóð með vaski. 
Húsið að utan er viðhaldslítið, klætt með áli og í góðu ástandi.
Sameign er öll mjög snyrtileg og vel umgengin.
Lóðin er fullfrágengin með góðri aðkomu, fjölda malbikaðra bílastæða og hitalögnum undir gangstéttum við húsið. 

Staðsetning eignarinnar er virkilega góð á eftirsóttum stað miðsvæðis í borginni þaðan sem stutt er í verslanir og þjónustu.

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Fannar í síma 897-5930 eða siggifannar@eignaland.is 

Fyrirhugað fasteignamat eignarinnar fyrir árið 2026 er 100.750.000.-



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Eignaland fasteignasla bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.
Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1.Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald kaupanda samkvæmt gjaldskrá.
5. Þegar um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af endanlegu brunabótamáti, þegar það er lagt á.

img
Sigurður Fannar Guðmundsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Eignaland
Hlíðarsmári 2 (5hæð) 200 Kópavogi,Austurvegur 20 (BANKINN) 800 Selfossi
Eignaland

Eignaland

Hlíðarsmári 2 (5hæð) 200 Kópavogi,Austurvegur 20 (BANKINN) 800 Selfossi
phone
img

Sigurður Fannar Guðmundsson

Hlíðarsmári 2 (5hæð) 200 Kópavogi,Austurvegur 20 (BANKINN) 800 Selfossi
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
2. des. 2021
61.200.000 kr.
76.500.000 kr.
109.9 m²
696.087 kr.
27. júl. 2017
5.770.000 kr.
65.400.000 kr.
109.9 m²
595.086 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Eignaland

Eignaland

Hlíðarsmári 2 (5hæð) 200 Kópavogi,Austurvegur 20 (BANKINN) 800 Selfossi
phone

Sigurður Fannar Guðmundsson

Hlíðarsmári 2 (5hæð) 200 Kópavogi,Austurvegur 20 (BANKINN) 800 Selfossi