Lýsing
Viltu fasteignir kynnir fallega og vel skipulagða 71,2 fermetra 3ja herbergja íbúð á fyrstu hæð(sérinngangur) við Álalind 20. Íbúðin er í vönduðu nýlegu fjölbýli með lyftu. Sérinngangur og sér bílastæði í lokuðum bílakjallara. Möguleiki á hleðslustöð. Íbúðin er stílhrein og vönduð með fallegum innréttingum. Snyrtilegt plastparkett á alrými og herbergjum.Svalir út frá svefnherbergi. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara innan íbúðar og mynddyrasími. Á jarðhæð er sér geymsla og tvær sameiginlegar hjóla- og vagnageymslur. Dýrahald leyft.
Á sölusíðu eignarinnar. er hægt að nálgast söluyfirlit ásamt öðrum sölugögnum eignarinnar.
Einni er hægt að vakta eignina og gera tilboð í hana.
Húsið er afar fallegt og byggt árið 2021, álklætt og viðhaldslítið með fallega frágenginni lóð. Hellulagðrar stéttir með snjóbræðslu fyrir framan hús og kvöldlýsingu. Sameiginlegar svalir á 5. hæð hússins sem snúa til norðurs, austurs og suðurs. Rafhleðslustöðvar í eigu húsfélagsins við sameiginleg stæði á lóð.
Samkvæmt HMS er íbúðarhlutinn skráður 68,6 m2 auk 2,6 m2 sérgeymslu með góðti lofthæð sem nýtist vel .
Fasteignamat 2026 verður 67.350.000
Nánari lýsing:
Forstofa: Með flísum á gólfi og góðum skápum sem ná upp í loft.
Stofa: Með plastparketi á gólfi og gluggum til suðurs. Stofa er opin við eldhús. Gluggi til suðurs.
Eldhús: Með plastparketi á gólfi og fallegri vandaðri Voke-3 eldhúsinnréttingu. Innbyggður kæliskápur með frysti, gert ráð fyrir uppþvottavél , stál bakaraofn og spansuðu helluborð.
Svefnherbergi: Mjög rúmgott eð plastparketi á gólfi, skápum í loft og glugga til norðurs. Útgengi á skjólgóðar svalir.
Barnaherbergi: Með plastparketi á gólfi.
Baðherbergi: Með flísum á gólfi og hluta veggja. Flísalögð sturta með glerþili og upphengt salerni. Falleg innrétting við vask og speglaskáp fyrir ofan. Handklæðaofn og útloftun.
Gangur: Með plastparketi á gólfi og skápum með tengi fyrir þvottavél og þurrkara og litilli geymslu með hillum.
Bílastæði: Sérbílastæði í lokuðum bílakjallara merkt 105 . Búið að leggja fyrir hleðslustöðvum sem húsféagið hefur milligöngu með að setja upp.
Í sameign eru tvær hjóla og vagnageymslur.
Um er að ræða eftirsótta staðsetningu miðsvæðis í Kópavogi og í göngufæri við leik-og grunnskóla, íþróttir og verslun/þjónustu.
Allar upplýsingar um eignina veitir Heiðrekur Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, í 845-9000 eða heidrekur@viltu.is
Nánari upplýsingar í síma 5835000 eða hvad@viltu.is
Viltu fasteignir bjóða fasta söluþóknun 995.000 kr.
Allt innifalið. - Ekkert vesen
Kynntu þér málið á Viltu.is
Fyrirvarar:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.