Lýsing
Eign sem býður upp á mikla möguleika í miðbæ Reykjavíkur. Um er að ræða 118,8 fm fasteign á 1. hæð í fjölbýlishúsi við Nönnugötu 16 í Reykjavík. Eignin var áður fyrr skráð á tvö fastanúmer og er búið að sækja um skiptingu á eigninni í tvær fasteignir á ný. Eignin skiptist annars vegar í 2-3ja herbergja íbúð og hins vegar í 39 fm vinnustofu með góðum verslunargluggum og sérinngangi frá horni Nönnugötu og Njarðargötu.
Bæði er sérinngangur í eignina af framlóð hússins og sameiginlegur inngangur bakatil. Eigninni fylgir eignarhluti í sameiginlegu þvottahúsi ásamt tveimur sérgeymslum í kjallara hússins. Aukin lofthæð er í allri eigninni eða um 2,8 metrar.
Eignin er laus til afhendingar nú þegar.
Eignin er skráð 118,8 fm skv Þjóðskrá Íslands. Fyrirhugað fasteignamat 2026 er 87.300.000 kr.
Nánari lýsing eignar:
Alrými sem gengið er inn í um sérinngang frá horni Nönnugötu og Njarðargötu. Rýmið hefur um árabil verið nýtt sem skrifstofa og er í raun aðskilið frá íbúðarrými þó svo að innangengt sé á milli rýmanna um tvöfalda hurð. Rýmið er bjart með góðum gluggum til suðurs, teppalagt og með mikilli lofthæð. Búið er að sækja um að skrá þetta rými á sér fastanúmer.
Íbúðarrými skiptist í:
Gangur sem komið er inn í um sameiginlegan bakinngang með fatahengi og parket á gólfi.
Stofa er rúmgóð með parket á gólfi, þaðan er gengið inn í vinnurými sem lýst er hér að ofan.
Eldhús er rúmgott og bjart með góðri borðaðstöðu og góðum gluggum, hvítar + viðarinnréttingar og tengi fyrir uppþvottavél og þvottavél, korkur á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf, flísalögð sturta með sturtugleri, innrétting og opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi er rúmgott með góðum fataskápum, korkur á gólfi.
Geymsla með skápum og korkur á gólfi.
Í kjallara hússins eru:
Tvær sérgeymslur sem eru 3,6 fm og 1,5 fm að stærð.
Sameiginlegt þvottahús með glugga, lakkað gólf og vaskur. Sértenglar fyrir hverja íbúð og nýleg lagnagrind. Rafmagnstafla í sameign hefur verið endurnýjuð ásamt lagnagrind.
Staðsetning eignarinnar er virkilega góða á eftirsóttum stað í miðborginni þaðan sem stutt er í leikskóla, barnaskóla, Háskóla Íslands, Sundhöll Reykjavíkur, verslanir, þjónustu og mannlíf miðborgarinnar.
Allar nánari upplýsingar veitir Freyja Rúnars löggiltur fasteignasali í síma 694-4112 eða freyja@landmark.is
---------------------------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat