Lýsing
Um er að ræða tvö bil, mhl. 01.0101 fastanúmer 229-7581 skráð 59.2 m² að stærð og mhl. 01.0114 fastanúmer. 232.1134 skráð 53.5 m² samtals 112.7 m² að stærð samkvæmt skráningu HMS.
Áhvílandi vsk-kvöð er á eigninni og miðast söluverð eignar við yfirtöku á vsk-kvöð.
Skipulag eignar: Verkstæðisrými með salernisaðstöðu, íbúðarrými með alrými og baðherbergi.
Eignin var endurnýjuð að innan árið 2015 meðal annars ný gólfefni og innréttingar í íbúðar- skrifstofuhluta,
ásamt öllum lögnum; rafmagn og hiti og lýsing í báða hluta eignarinnar.
Nýleg bílskúrshurð u.þ.b. 4 ára gömul. Stærð hurðar er u.þ.b. breidd 4.8 metrar, hæð 4.8 metrar
Nánari lýsing:
Bil 1 (mhl 01.0101), inngöngudyr ásamt innkeyrsludyrum til norðurs.
Málað gólf, innst í rými er borð með stálvaski.
þriggja fasa rafmagn. Heitt og kalt vatn, góð lofthæð er í mest öllu rýminu.
Þaðan er innangengt í Bil 14 (mhl 01.0114) þar er rúmgóð geymsla með steinteppi á gólfi.
Þar fyrir framan er opið rými með stálvask í borði, steinteppi á gólfi.
Baðherbergi er fremst í rýminu, flísar á gólfi, handlaug, sturta og salerni.
Sameiginlegur inngangur með efri hæð er að sunnanverðu við húsið.
Mánamörk 3-5 er iðnaðar/atvinnuhúsnæði, ein hæð með millilofti, húsið skiptist í 14 eignir.
Húsið er samkvæmt HMS skráð sem verkstæði. Undirstöður og gólfplata eru úr járnbentri steinsteypu. Um er að ræða stálgrindarhús með yleiningum,
steypa+málmur byggt árið 2008. Þak er einhalla bárujárnsklætt. Malbikuð lóð í sameign er við eignina. Við hvert bil eru tvö bílastæði
Lóði er sameiginleg 3070.3 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ. 32 bílastæði eru á lóðinni þar af eitt fyrir hreyfihamlaða.
Sérafnotafletir á lóð eru fyrir framan innkeyrsludyr séreigna,
með vesturhlið hússins og suðurhlið lóðar, sjá nánar í eignarskiptayfirlýsingu.
ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOFU s. 483 5800 - byr@byrfasteignasala.is
Elín Káradóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi – elin@byrfasteignasala.is
Hrönn Bjargar Harðardóttir, löggiltur fasteignasali / stílisti - hronn@byrfasteignasala.is
Kristín Rós Magnadóttir, löggiltur fasteignasali / lögfræðingur - kristin@byrfasteignasala.is
Sigurbjörg Halla Sigurjónsdóttir, löggiltur fasteignasali - silla@byrfasteignasala.is
Opið alla virka daga milli kl. 09:00-16:00.
Um skoðunarskyldu:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveða á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Byr fasteignasala skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati fyrir einstaklinga / 1.6% fyrir lögaðila
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – sjá gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 m.vsk.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
www.byrfasteign.is | Austurmörk 7, 810 Hveragerði - Miðvangur 2-4, 700 Egilsstaðir | Byr fasteignasala