Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Ástþór Reynir Guðmundsson
Vigdís R. S. Helgadóttir
Guðbjörg Helga Jóhannesdóttir
Gylfi Jens Gylfason
Sigrún Matthea Sigvaldadóttir
Sveinn Gíslason
Páll Guðmundsson
Þórarinn Arnar Sævarsson
Berglind Hólm Birgisdóttir
Þorsteinn Gíslason
Guðrún Lilja Tryggvadóttir
Brynjar Ingólfsson
Guðný Þorsteinsdóttir
Bjarni Blöndal
Þorsteinn Ólafs
Þórdís Björk Davíðsdóttir
Vista
svg

446

svg

367  Skoðendur

svg

Skráð  29. ágú. 2025

fjölbýlishús

Rúgakur 3

210 Garðabær

89.900.000 kr.

777.010 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2311387

Fasteignamat

86.900.000 kr.

Brunabótamat

73.720.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 2008
svg
115,7 m²
svg
2 herb.
svg
1 baðherb.
svg
1 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sérinngangur
svg
Bílastæði

Lýsing

RE/MAX og Bára Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali kynna: Rúgakur 3b, 210 Garðabæ. SÉRINNGANGUR, BÍLASTÆÐI OG GEYMSLA.
Björt og einstaklega stór og falleg tveggja herbergja íbúð með sérinngangi, stórum suður svölum með fallegu útsýni, 21 m² geymslu og stæði í bílageymslu. Fataherbergi inn af hjónaherbergi, mjög rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari, sér þvottahúsi innan íbúðar og virkilega snyrtilegri sameign með lyftu. Rólegt hverfi með fallegum gönguleiðum í allar áttir þar sem  stutt er í skóla, leikskóla og alla helstu þjónustu, þ.m.t leikskólinn Akrar, Hofsstaðaskóla, Fjölbrautaskólann í Garðabæ og Krónuna. Verslunarmiðstöðina Smáralind er einnig stutt að sækja. 

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 115,7 m² sem skiptist í 94,7 m² íbúð og 21 m² geymslu.
Skráð byggingarár er 2008. 
Í sameigninni er hjóla- og vagnageymsla með útgengi út á hjólastíg. Þvottaaðstaða fyrir bíla í bílakjallaranum ásamt geymslunum. 
Húsið er einangrað og klætt að utan með málmklæðningu, en viðarklæðning er við svalir sem gefur fallegt og hlýlegt yfirbragð.
Virkilega falleg eign í tólf íbúða fjölbýli í vinsæla Akrahverfinu í Garðabæ. 

Ert þú í söluhugleiðingum? Hafðu samband á bara@remax.is eða í síma 773-7404 og fáðu FRÍTT verðmat á þína eign án skuldbindinga. 

Nánari lýsing: 
Eignin skiptist í: Forstofu, eldhús og stofu/borðstofu, svalir, baðherbergi, þvottaherbergi, svefnherbergi með fataherbergi, geymslu og bílastæði.

- Gengið er inn um sérinngang á jarðhæð
- Forstofa með þreföldum góðum fataskápi og flísum á gólfi. 
- Eldhúsið er í sameiginlegu rými með stofu/borðstofu. Parket á gólfi, viðarinnrétting með góðu skápaplássi og tengi fyrir uppþvottavél. 
- Stofan er opin og björt með partketi á gólfi og stórum gluggum. Gengið er út á mjög rúmgóðar svalir sem snúa til suðurs með fallegu útsýni.
- Baðherbergið er flísalagt með baðkari og sturtu ásamt góðri innréttingu. Hiti í gólfi, gluggi með opnanlegu fagi og upphengt salerni.
- Svefnherbergið er mjög rúmgott með partketi á gólfi og afgirrt innréttað fataherbergi með hillum, skúffum og hengi.  
- Þvottaherbergið er með hvítri innréttingu, flísum og hita í gólfi.
- Sérgeymslan er mjög stór, eða um 21 m² og er í sameign hússins.
- Sérmerkt bílastæði í kjallara fylgir eignini.
- Sameiginleg vagna- og hjólageymsla ásamt bílaþvottaaðstöðu.

Fordæmi eru fyrir dýrahaldi í húsinu.
Engar væntanlegar framkvæmdir hjá húsfélaginu.

Fáðu sent SÖLUYFIRLIT yfir eignina hér

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir:
Bára Jónsdóttir
Löggiltur fasteignasali 
RE/MAX senter
Skeifan 17 / 108 Reykjavík
E-mail: bara@remax.is
Sími: 773-7404

Hér er facebook síðan mín 

Heimasíða RE/MAX 

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf. 
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.


Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
· Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% ef um fyrstu kaup er að ræða) og 1,6% (ef lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
· Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali. 
· Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunar. 

RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone
Ár
Fasteignamat
Kaupverð
Stærð
Fermetraverð
11. maí. 2020
52.600.000 kr.
54.000.000 kr.
115.7 m²
466.724 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
RE/MAX

RE/MAX

Skeifunni 17, 108 Reykjavík
phone