**OPIÐ HÚS MÁNUDAGINN 8.SEPTEMBER MILLI KL:17:30-18:00**
Lýsing
Björt og glæsileg 5-6 herbergja íbúð miðsvæðis í Lindarhverfi í Kópavogi. Vel skipulögð eign á tveimur hæðum. Eigninni fylgir sérmerkt bílastæði. Stutt í alla helstu þjónustu, leik- og grunnskóla.
Skv. Þjóðskrá Íslands er eignin skráð 139,6 fm
Nánar um eignina:
Neðri hæð:
Gengið er inn í parketlagt anddyri með góðum skáp.
Eldhús með svartri innréttingu. Eyja með helluborði og háfi. Niðurtekið loft með halogen lýsingu fyrir ofan eyju með dimmer. Ofn í vinnuhæð. Tengi fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi.
Stofa/borðstofa með parketi á gólfi. Útgengt er á svalir úr borðstofu.
Stigi er upp á efri hæð úr stofu.
Baðherbergi með glugga. Snyrtileg innrétting. Walk in sturta. Upphengt salerni. Gott rými fyrir þvottaaðstöðu með góðri innréttingu. Flísar í hólf og gólf.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp. Parket á gólfi
Herbergi II með parketi á gólfi
Efri hæð:
Tvö rúmgóð svefnherbergi.
Herbergi 1 með parket á gólfi.
Herbergi 2 með parketi á gólfi. Innaf herbergi er lítið salerni.
Salerni með handlaug og wc. Speglaskápur fyrir ofan handlaug. Flísar á gólfi.
Alrými hæðar er undir súð og nýtist í dag sem sjónvarpshol. Parket á gólfi
Geymsla undir súð.
Sérgeymsla á jarðhæð hússins.
Sérmerkt bílastæði á bílaplani.
Endurbætur og viðhald sem farið hefur verið í undanfarin ár:
Eldhús uppgert fyrir ca. 6 árum
Baðherbergi var uppgert fyrir ca. 5 árum
Nýlega skipt um gólfefni á báðum hæðum
Hús múrað og málað fyrir 3 árum
Vel staðsett eign þar sem stutt er í skóla, leikskóla og aðra þjónustu.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Sólveig Regína Biard Löggiltur Fasteignasali í síma 869-4879 eða solveig@trausti.is
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.