Lýsing
Um er að ræða afar glæsilegt einbýlishús sem byggt var árið 1974 og hefur ávallt fengið gott viðhald. Húsið er innst í botnlanga á mjög gróðursælum og skjólgóðum stað í Reykjanesbæ. Við húsið er 56 fm tvöfaldur sérstæður bílskúr með geymslu/millilofti sem byggður var árið 1993. Eignin telur alls 304 fm. Húsið sjálft er 194,8 fm, bílskúrinn sem er sambyggður húsinu er 53,5 og stakstæði bílskúrinn er 56 fm.
Nánari lýsing:
Komið er inn í mjög rúmgóða forstofu með góðu skápaplássi. Gestasnyrting er þar á vinstri hönd en hún var endurnýjuð fyrr á þessu ári. Innangengt er í bílskúrinn úr forstofu en hann er í dag notaður sem vinnustofa. Innst í honum er stúkað af tæplega 8 fm herbergi með léttum vegg. Nú notað sem fataherbergi en auðvelt væri að breyta þessu rými í 3 rúmgóð herbergi. Alls er bílskúrinn um 53,5 fm.
Úr forstofu er gengið inn í þvottahúsið, en það er með mjög góðri innréttingu og miklu skápaplássi. Þaðan er útgengi út á glæsilegan lokaðan pall, þar sem er heitur pottur.
Í aðalrými hússins eru stofan, borðstofa, sólstofa og eldhúsið. Sólstofan er um 42 fm og er með hita í gólfi. Hún var byggð við húsið árið 1999 og er afar glæsileg. Rennihurð er á þeirri hlið sólstofunnar sem snýr út á pall og gönguhurð er á hinum enda hennar.
Stofan er mjög stór og í henni er arinn sem virkar vel. Eldhúsið er með borðplötu úr steini og hefur eldhústækjum, sem öll eru frá Miele, verið skipt út nýlega. Uppþvottavélin og span helluborðið eru um 1 árs og bökunarofninn er um 3 ára. Stór tvöfaldur ísskápur frá Bloomberg fylgir eigninni. Tvær gashellur eru við hlið helluborðsins.
Úr aðalrými hússins er svefnherbergisgangur sem hægt er að loka frá stofunni. Svefnherbergin eru 3 en tvö þeirra hafa verið stækkuð með því að fjarlægja veggi á milli þeirra (voru áður 5). Lítið fataherbergi er inn af hjónaherbergi.
Mjög rúmgott baðherbergi er í þessum hluta hússins en það er með stórum sturtuklefa og er afar glæsilegt. Baðherbergið var endurnýjað árið 2023. Opið er út á sólpallinn frá baðherberginu.
Gólfefni í herbergjum, stofu, borðstofu og holi er gegnheil eik; planka parket með fiskibeinamunstri.
Húsið hefur verið endurnýjað umtalsvert á liðnum árum. Helstu endurbætur eru eftirfarandi:
Árið 2016 var skipt um þak á húsinu.
Á árunum 2012 -2025 hafa vatnslagnir verið endurnýjaðar, sem og raflagnir samhliða öðrum framkvæmdum í húsinu.
Árið 2023 var baðherbergið endurnýjað.
Árið 2023 var hitaveitugrind endurnýjuð.
Arið 2025 var gestasnyrting endurnýjuð.
Hitalagnir eru í plani fyrir framan nýrri bílskúrinn en þær eru ótengdar sem stendur. Sólpallur er báðu megin við húsið svo sólin næst þar allan daginn; morgun- og dagssól öðru megin, síðdegis- og kvöldsól hinu megin.
Bílastæði er fyrir 3 bíla við húsið. Þá eru næg bílastæði í enda götunnar.
Um er að ræða einstakt tækifæri til að eignast einbýlishús á besta stað.
Fasteignamat næsta árs er kr. 130.850.000.
Vinsamlegast bókið skoðun.
Nánari upplýsingar veitir Marta Jónsdóttir, lögfr. og lfs. í síma 8633445 og netfanginu marta@sunnafast.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Sunna fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.