Lýsing
Miklaborg kynnir til leigu: 2ja herbergja íbúð á 1. hæð við Álftamýri 54 í 108 Reykjavík.
Björt og hugguleg 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð á þessum vinsæla stað við Álftamýri. Íbúðin er með suðursvölum sem snúa út í gróinn garð sem er á bakvið húsið. Stutt í skóla, leikskóla, alla verslun og þjónustu svo sem Kringluna. .Íbúðin er skráð 49,5 fm að stærð og þar af er geymsla í sameign sem er 4,1 fm að stærð. Björt og falleg 2ja herbergja íbúð á vinsælum stað í Safamýrinni. Stutt er í leik-og grunnskóla, alla verslun, þjónustu og almenningssamgöngur. Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og lögg. fast.: vidar@miklaborg.is
Nánari lýsing: Komið er inn í anddyri / miðrými sem er með gegnheilu fiskibeinaparketi úr eik og tengir saman önnur rými íbúðarinnar.
Eldhús er opið inn í stofu sem er mjög björt með fallegum stórum gluggum.Eldhúsinnréttingin er hvít með efri og neðri skápum og flísum á milli skápa, keramikhelluborð, bakaraofn, vifta og borðkrókur.
Gólfefni á eldhúsi og stofu er gegnheilt fiskibeinaparket úr eik. Svefnherbergi er rúmgott með upprunalegur fataskápum og farið er út á suðursvalir úr svefnherberginu. Dúkur á gólfi.
Baðherbergið flísalagt með mósaíkflísum á gólfi og veggjum að mestum hluta, sturtan er flísalögð með sömu flísum með hengi og tengi fyrir þvottavél. Þvottavél fylgir með í leigu
Sérgeymsla: Skráð 4,1 fm og er í sameign í kjallara. Þvottahús: Tengi fyrir þvottavél er inni á baði en einnig er sameiginlegt í kjallara hússins. Þar eru vélar í eigu húsfélagsins (þvottavél og þurrkari) sem allir íbúar hússins geta nýtt sér.
Sameign: Sameignin er öll hin snyrtilegasta. Sameiginleg hjólageymsla, sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi eru á jarðhæð / kjallara. Eignaumsjón sér um rekstur húsfélagsins. Garður: Sameiginlegur gróinn garður og bílastæði. Búið er að skipta um glugga og gler í eldhúsi og stofu. Endurnýjaðar innihurðar ásamt útidyrahurðinni inn í íbúðina.Um er að ræða langtímaleigu. Leiguverð kr. 250.000.- Hiti og rafmagn er innifalið í húsaleigu.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og lögg. fast.: vidar@miklaborg.is