Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Kristján Baldursson
Guðbjörg G. Sveinbjörnsdóttir
Sólveig Regína Biard
Kristín María Stefánsdóttir
Viktoría Rannveig Larsen
Aðalsteinn Jón Bergdal
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Vista
svg

327

svg

266  Skoðendur

svg

Skráð  4. sep. 2025

fjölbýlishús

Rauðalækur 52

105 Reykjavík

Tilboð

Fasteignanúmer

F2016767

Fasteignamat

148.750.000 kr.

Brunabótamat

109.000.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
svg
Byggt 1957
svg
265,8 m²
svg
9 herb.
svg
3 baðherb.
svg
6 svefnh.
svg
Þvottahús
Opið hús: 11. september 2025 kl. 12:00 til 12:30

Opið hús: Rauðalækur 52, 105 Reykjavík, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd fimmtudaginn 11. september 2025 milli kl. 12:00 og kl. 12:30.

Lýsing

Trausti fasteignasala og Hallgrímur Hólmsteinsson löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu einstakt og spennandi tækifæri á Rauðalæk 52 í Laugardalnum. Um er að ræða 265,8 fm efri hæð og ris á þessum eftirsótta stað í Reykjavík, í göngufæri við Laugardalinn, Laugardalslaugina, verslanir og þjónustu. Hæðin og risið þarfnast gagngerra endurbóta og búið er að gera ástandsskýrslu um það sem þarf að framkvæma utanhúss. Nýverið var skipt um þak á húsinu og hafa einhverjir gluggar verið endurnýjaðir. 

Hér er því einstakt tækifæri til að eignast mjög stóra íbúð á frábærum stað og um leið gera hana upp eftir sínu höfði.  

Samtals er íbúðin skráð 265,8 fm hjá HMS og er geymsla þar af 7,6 fm. 

Íbúðin er með sex til sjö svefnherbergjum, tveim til þrem stofum, tvennum svölum, eldhúsi, búri, tveim baðherbergjum, þvottahúsi og geymslu.

Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson, löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali með tölvupósti á kristjan@trausti.is

Nánari lýsing eignar:

Komið er inn um sérinngang og er stigi þaðan upp á hæðina þar sem komið er upp í rúmgott hol.
Á aðalhæðinni er eldhús með upprunalegri innréttingu
Stofa og borðstofa ásamt húsbóndaherbergi (merkt þannig á teikningu) snúa í suður og eru svalir út frá húsbóndaherbergi. Fallegur arinn er í dagstofunni.
Á aðalhæðinni er eitt rúmgott herbergi við hliðina á eldhúsinu.
Á móti herberginu er stórt og rúmgott þvottahús
Við stigann upp á rishæðina er gestasnyrting.
Gengið er upp a rishæðina úr holi og þar eru fjögur rúmgóð svefnherbergi ásamt baðherbergi
Gengið er út á stórar svalir úr hjónaherberginu.
Á rishæðinni er lítil geymsla við stigaopið niður á aðalhæðina. 
Í kjallara er sér geymsla sem er skráð 7,6 fm.
Hægt er að leggja tveim bílum við húsið að framanverðu. 

Hér er afar skemmtileg og einstök eign á ferðinni sem bíður upp á mikla möguleika og hægt að gera hana mjög fallega og verðmæta. Sjaldgæft er að eignir á þessu svæði komi í sölu en enn sjaldgæfara að þær séu svona stórar og rúmgóðar. Búið er að gera ástandsmat á viðhaldsþörf utanhúss og er framkvæmdum við þak lokið skv. því en viðgerðir á steypu og steinun hússins eru eftir.

Viðgerðaþörf: Kominn er m.a. tími á gluggaviðgerð á hluta glugga. Rafmagn þarfnast skoðunar/viðgerða. Skipta þarf um öll gólfefni. Þörf er á frekari endurbótum. Væntanlegir kaupendur eru hvattir til að skoða eignina vel og fá til þess sérfræðing í húsaskoðun og ástandsmati.

Allar nánari upplýsingar veita Hallgrímur Hólmsteinsson, löggiltur fasteignasali í síma 896-6020 eða með tölvupósti á hallgrimur@trausti.is eða Kristján Baldursson löggiltur fasteignasali með tölvupósti á kristjan@trausti.is

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Skoðunarskylda: 
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Trausti fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

img
Hallgrímur Óli Hólmsteinsson
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Trausti fasteignasala
Vegmúla 4, 108 Reykjavík
Trausti fasteignasala

Trausti fasteignasala

Vegmúla 4, 108 Reykjavík
phone
img

Hallgrímur Óli Hólmsteinsson

Vegmúla 4, 108 Reykjavík
Trausti fasteignasala

Trausti fasteignasala

Vegmúla 4, 108 Reykjavík
phone

Hallgrímur Óli Hólmsteinsson

Vegmúla 4, 108 Reykjavík