Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Víðir Arnar Kristjánsson
Árni Helgason
Vilborg Gunnarsdóttir
Ingunn Björg Sigurjónsdóttir
Soffía Sóley Magnúsdóttir
Vista
svg

621

svg

468  Skoðendur

svg

Skráð  4. sep. 2025

fjölbýlishús

Hrafnaklettur 4

310 Borgarnes

52.900.000 kr.

498.586 þ.kr./m2
Fasteignanúmer

F2111414

Fasteignamat

42.450.000 kr.

Brunabótamat

52.050.000 kr.

Áhvílandi

0 kr.

Arion banki – Reikna lán
Upplýsingar
Verðsaga
svg
Byggt 1989
svg
106,1 m²
svg
4 herb.
svg
1 baðherb.
svg
3 svefnh.
svg
Þvottahús
svg
Sameiginl. inngangur
Opið hús: 9. september 2025 kl. 17:45 til 18:15

Opið hús: Hrafnaklettur 4, 310 Borgarnes, Íbúð merkt: 01 02 01. Eignin verður sýnd þriðjudaginn 9. september 2025 milli kl. 17:30 og kl. 18:00.

Lýsing

Einstaklega heillandi 4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð að Hrafnakletti 4, Borgarnesi með sérgeymslu og merktu bílastæði. Eignin hefur svo til verið öll endurnýjuð og er hin glæsilegasta, vandaðar innréttingar og vegleg tæki.

Domusnova Borgarnesi og Sjöfn Hilmarsdóttir lgf. kynna í einkasölu: Hrafnaklettur 4, 310 Borgarnes, nánar tiltekið eign merkt 02-01, fastanúmer 211-1414 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
*Fasteignamat 2026 46.900.000 kr.*

** BÓKIÐ SKOÐUN **
Hjá Sjöfn í síma 6914591 eða á netfangi sjofn@domusnova.is

Hrafnaklettur 4 er steinhús, kjallari og þrjár hæðir. Sameiginlegur inngangur fyrir níu íbúðir í þessum matshluta, þrjár á hverri hæð. Sérgeymslur fyrir hverja íbúð eru í kjallara ásamt, þvottahúsi, vagna- og hjólageymslu.
Íbúð 201 er 106,1 fm. fjögurra herbergja endaíbúð á 2. hæð, innan íbúðar er, hol, eldhús með eldhúskróki, stofu þaðan sem útgengt er á suðursvalir, þrjú svefnherbergi og baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Eigninni fylgir 11,5 fm. geymsla í kjallara. Skjólsamar 7,8 fm. svalir til suðurs. Góð staðsetning innan hverfis, barnvænt og rólegt hverfi. Skýli fyrir skólabíl, hoppubelgur, fótboltavöllur og leikvöllur við húsið. Stórkostlegt útsýni. Um er að ræða mjög fallega íbúð þar sem mjög mikið hefur verið endurnýjað á smekklegan hátt, þar sem vandað hefur verið til efnisvals og vinnu.

Nánari lýsing:
Forstofa: Opið rými með L-laga stórum fataskáp með speglum frá Brúnás. Parket á gólfi.
Eldhús: Vönduð og smekkleg innrétting frá Brúnás með innfeldri lýsingu og innbyggðum tækjum frá AEG.  Mikið skápapláss og góð vinnuaðstaða. Öðru megin er hvít innrétting með brúnum efri skápum, steyptar borðplötur (corus) með innbyggðum hvítum vaski og hvítum blöndunartækjum. Eldhúsið er vel tækjum búið og er innbyggð kaffivél, uppþvottavél, frystir, ísskápur og veggofn.  Spanhelluborð með innbyggðri viftu (útsogi). Borðkrókur. Parket á gólfi. Fallegt útsýni.
Stofa: Björt og rúmgóð með stórkostlegu útsýni. Gengið er út á skjólsamar suðursvalir. Parket á gólfi
Herbergi I: Fataskápur frá Brúnás. Parket á gólfi.
Herbergi II: Fataskápur frá Brúnaás. Parket á gólfi.
Herbergi III: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Nýleg innrétting frá Brúnás. Innrétting undir steyptum vaski og stór speglaskápur fyrir ofan með lýsingu. Baðkar og innfeld sturta. Innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Opnanlegur gluggi. Flísar á veggjum og gólfi.

Geymsla: Rúmgóð 11,5 fm. geymsla með glugga og rafmagnstenglum. Veggfestar hillur og skápar fylgja.
Sameign: Hefðbundin sameign m/hjóla- og vagnageymslu ásamt þvottahúsi í kjallara þar sem hver íbúð hefur sitt svæði fyrir þvottavél og þurrkara. Vaskur. 
Lóðin: Stór og mikil 1.817,0 fm. gróin lóð. Afmörkuð með trjám. Sérmerkt bílastæði fyrir framan hús fyrir hverja íbúð.

Helstu framkvæmdir innan íbúðar á síðustu ár:   
  • Eldhús allt endurnýjað. Nýleg eldhúsinnréttingin frá Brúnás með corus borðplötu og vönduðum tækjum AEG. Rafmagn endurnýjað frá töflu.
  • Baðherbergi allt endurnýjað. Ný innrétting í baðhenrbegri frá Brúnas og baðkar með innfelldri sturtu. Flísalagt í hólf og gólf. Þvottaaðstaða á baði. Lagnir í vegg endurnýjaðar.
  • Nýir ofnar
  • Nýtt parket og gólflistar
  • Nýir sérsmíðaðir fataskápar
  • Nýjar vandaðar innihurðar og karmar. Eldvarnarhurð við inngang íbúðar.
  • Íbúðin var heilspörslun og máluð fyrir tveimur árum
Virkilega vönduð innbyggð tæki eru í eldhúsi, keypt hjá Ormsson. Hér má lesa nánar um tækin:
AEG Veggofn - 9000 SteamPro  Gufuofn með litasnertiskjá og stjórnhjól, þrjú eldunarstig, 4-í-1 kombigufuofn með SousVide. Með CookView-myndavél og hægt að breyta ofnstillingum með snjallsímanum 
AEG uppþvottavél - AirDry með airdry þurrktækni og QuikSelect stjórnborði. Virkilega vönduð og mjög hljóðlát.
AEG innbyggður frystiskápur, 177 cm. með mjúklokun á hurð, NoFrost tækni og hraðfrystingu. Fimm skúffur og tvö hólf eru í skápnum.
AEG innbyggður kæliskápur, 177 cm  með Dymamic-Air, orlofsstillingu og hraðkælingu.Kæliskápurinn er með rafrænni hitastýringu 
AEG innbyggð kaffivél Vélin hellir uppá 1 – 2 bolla en getur einnig hellt upp á hitakönnu eða 6 bolla í einu. Hægt er að velja um hinar ýmsu kaffiuppskriftir eins og Caffe Americano, Caffe Latte, Cappuccino, Expresso og fleiri.
AEG Airforce spanhelluborð með innbyggðri viftu með samtengjanlegum hellum, tímastilli og kraftmikilli viftu.

Um er að ræða mjög fallega íbúð þar sem mjög mikið hefur verið endurnýjað á smekklegan hátt, þar sem vandað hefur verið til efnisvals og vinnu.

Nánari upplýsingar veita:
Sjöfn Hilmarsdóttir, löggiltur fasteignasali / s.691 4591 / sjofn@domusnova.is
Skrifstofa / s.527-1717 / eignir@domusnova.is



Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. DOMUSNOVA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.

Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:

  Nýtt - Eignin er nýbygging.
  Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
  Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
  Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
  Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
  • Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
  • Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
  • Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
  • Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
  • Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
  • Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone
    Ár
    Fasteignamat
    Kaupverð
    Stærð
    Fermetraverð
    17. maí. 2024
    39.250.000 kr.
    40.000.000 kr.
    10201 m²
    3.921 kr.
    18. des. 2020
    25.150.000 kr.
    22.650.000 kr.
    106.1 m²
    213.478 kr.
    15. nóv. 2019
    20.900.000 kr.
    17.500.000 kr.
    106.1 m²
    164.939 kr.
    Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
    Domusnova fasteignasala

    Domusnova fasteignasala

    Hlíðasmári 4, 2. hæð, 201 Kópavogur
    phone