Löggiltir fasteignasalar innan Félags fasteignasala:
Aðalheiður Karlsdóttir
Upplýsingar
svg
0 m²
svg
3 herb.
svg
2 baðherb.
svg
2 svefnh.
svg
Sameiginl. inngangur
svg
Lyfta

Lýsing

SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FRÁBÆR KAUP*– *FRÁBÆR STAÐSETNING* – *STUTT Á STRÖND OG GOLFVÖLL*


LOS ALCAZARES - VINSÆLL SPÆNSKUR BÆR VIÐ STRÖNDINA: Vönduð og falleg nýleg 3ja herb. íbúð á frábærum stað í góðu lyftuhúsi.Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Góðar svalir. Glæsilegur lokaður sundlaugargarður með flottri aðstöðu og sundlaugum. Stutt göngufæri á fallega strönd,  göngugötu með úrvali af verslunum og veitingastöðum. Ca. 1 klst. akstur í suður frá Alicante flugvelli. Íbúðin er fullbúin fallegum húsgögnum og húsbúnaði sem fylgir. Einnig fylgir air con með hita og kælingu. Frábær kaup. Íbúðin hefur verið í útleigu hluta úr ári með góðum bókunum.

Allar upplýsingar gefa
Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. GSM 893 2495. adalheidur@spanareignir.is,
Berta Hawkins, löggiltur fasteignasali, berta@spanareignir.is GSM 0034 615 112 869 
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. GSM 777 4277. karl@spanareignir.is


Nánari lýsing:
Íbúðin er falleg og vel skipulögð. Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Stofa, borðstofa og eldhús eru í rúmgóðu opnu rými og útgengi út á svalir. Sér geymsla. Vandaðar og fallegar innréttingar. 

Stór og glæsilegur lokaður sundlaugagarður með þremur góðum sundlaugum og auk þess buslulaugum fyrir börnin. Gott aðgengi fyrir fatlaða.
Örstutt göngufæri er á skemmtilega göngugötu sem liggur niður á fallega sandströnd. Fjöldi verslana og veitingastaða eru í næsta nágrenni og fjölmargir golfvellir á svæðinu. Meðfram ströndinni er margra kílómetra langt “promenade” sem býður upp á skemmtilega göngutúra. Falleg smábáta og snekkjuhöfn og fjölbreytt mannlíf allt árið. Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni.
Verð 190.000 Evrur. (27.500.000ISK. (miðað við 1 Evra = 145 ISK)

Los Alcazares er ekta spænskur bær með fjölbreyttu bæjarlífi, útimarkaði og götuhátíðum og gefst hér einstakt tækifæri til að eignast vandaða og glæsilega íbúð með nútímaþægindum í sjarmerandi spænsku umhverfi.
Los Alcazares stendur við Mar Menor, lítið innhaf frá Miðjarðarhafinu, og er þar mikil veðursæld.  Að meðaltali  eru þar um 305 sólardagar, 30 skýjaðir og 30 rigningardagar á ári.


Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.

Frábær íbúð til útleigu.

Mögulegt er að fjármagna hluta kaupverðs með láni frá spænskum banka á hagstæðum kjörum.

Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar: www.spanareignir.is

Kostnaður við kaupin:
10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.

Eiginleikar: endursölueign, sameiginlegur sundlaugargarður, air con, bílastæði, strönd, golf,
Svæði: Costa Blanca/Costa Calida, Mar Menor, Los Alcazares,

img
Aðalheiður Karlsdóttir
Lögg.fasteignasali innan félags fasteignasala
Spánareignir
Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.
img

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Spánareignir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.

Aðalheiður Karlsdóttir

Hólmgarður 34, 108 Reykjavík.