Lýsing
Forstofa, gengið er inn á 1. hæð um sameiginlegan inngang og upp teppalagðan stiga.
Stofan er rúmgóð með harðparketi á gólfi og fallegu útsýni. Ný uppsett svalahurð en engar svalir.
Svefnherbergin eru tvö með teppi og dúk á gólfi. Fataskápur í öðru herberginu.
Baðherbergið er flísalagt með sturtuklefa og fallegri innréttingu.
Eldhúsið er með harðparketi á gólfi og upprunalegri, snyrtilegri innréttingu.
Á jarðhæð / kjallara er sameiginlegt þvottahús og sérgeymsla íbúðar / herbergi sem er óinnréttað. Sameiginlegt baðherbergi er á hæðinni sem býður upp á að búið sé í herberginu / geymslunni, þar sem einnig er sérinngangur af baklóð.
Bílskúrinn er með eldri hurð og er með rafmagni en ekki vatnslögnum. Snyrtileg lóð. Húsið er að mestu klætt bárujárni.
Upplýsingar veitir Sigurður Samúelsson Lgf í síma 896-2312 eða ss@landmark.is
----------------------------------------------------------
Skoðunar- og aðgæsluskylda:
Lög um fasteignakaup nr. 40/2002 kveða á um að kaupendur þurfi að skoða fasteignir vel áður en tilboð er gert. LANDMARK fasteignamiðlun ráðleggur kaupendum að skoða ástand eignar og leita sér aðstoðar sérfræðinga ef þörf er á nánari skoðun.
Söluyfirlit:
Söluyfirlit er gert af fasteignasala samkvæmt lögum nr. 70/2015. Upplýsingar í yfirlitinu eru fengnar úr opinberum skrám, frá seljanda og ef þarf frá húsfélagi. Fasteignasali sannreynir upplýsingar með skoðun á eigninni en getur ekki sannreynt ástand þess sem ekki er aðgengilegt eða sýnilegt, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að greiða:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati (0,4% fyrir fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald: 2.700 kr. fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald: Fer eftir gjaldskrá lánveitanda.
3. Þjónustusýslugjald: 79.000 kr. m/vsk.
3. Skipulagsgjald: Ef um nýbyggingu er að ræða, 0,3% af brunabótamáti þegar það er lagt á.
Heimasíða LANDMARK
Pantaðu frítt söluverðmat